Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 180
177
Norðlendinga og sóknarprestinum á Hólum.
Framkvæmdast jóri stof nunar innar skal nefndur
skólameistari og fer hann með yfirumsjón og daglegan
rekstur allrar starfseminnar.
5. Kirkjulega menningarmiðstöðin að Hólum i Hjaltadal
hyggst stuðla að gagnkvæmum skilningi milli hinna ýmsu
þjóðfélagshópa og með þvi að gefa þeim kost á að hittast
og kynnast við skoðanaskipti og starf.
6. Til framkvæmda á ákvæðum 5. gr. skal kirkjulega
menningarmiðstöðin á Hólum i Hjaltadal beita sér fyrir
þingum, umræðum og námskeiðum fyrir skóla, stéttarfélög,
æskulýðshópa, ýmis félög aldraðra og ferðahópa innlendra
sem erlendra.
7. Stofnunin vill m.a. vinna að þvi að efla þjóðrækni,
islensk fræði, náttúruskoðun, norræn samskipti og
kristilegt uppeldi æskunnar. Enn fremur skal stofnunin
stuðla að listastarfsemi, svo sem með fyrirlestrum um
listgreinar, myndlistarsýningum, hljómleikum o.fl.
8. Lögð skal áhersla á, að á Hólum geti orðið
aðalfundarstaður presta hins forna Hólastiftis, svo og
aðstaða til annarra fundarhalda og samveru presta og
leikmanna, er starfa á vegum kirkjunnar.
9. Stofnunin skal vinna að stefnumálum Hólafélagsins, að
endurreisn biskupsstólsins að Hólum og að Hólar verði að
nýju andleg og kirkjuleg menningarmiðstöð á Norðurlandi.
10. Stofnunin skal gefa hinum ýmsu þjóðfélagshópum kost á
ódýrri dvöl á staðnum. Hún er starfrækt allt árið. Gefin
skal út og kynnt dagskrá fyrir allt árið i senn, ef unnt
er.
11. Stofnunin vinnur i anda lýðræðis og leggur áherslu á
frelsi einstaklingsins og andlegt frelsi.
Sauðárkróki, 10. águst 1981
Sign.: Árni Sigurðsson, Gunnar Gislason, Jóhann Salberg
Guðmundsson.
Hólar i Hjaltadal er fornt menningar og menntasetur. Þar var
m.a. fyrsti tónskóli þjóðarinnar settur á stofn, þegar á
fyrstu timum biskupsstólsins. Árið 1881 var þar komið á stofn
bændaskóla er starfað hefir nú i rúma öld. Þótt skólinn væri
eigi helgaður kirkju og kristni, þá varð hann til þess að
halda i mörgu uppi veg og virðingu staðarins, svo að
staðurinn féll aldrei i þá lægð sem Skálholtsstaður á sama
tima.
Þegar með stofnun Hólafélagsins var farið að ræða um að koma
á fót skóla í anda Lýðskólahugmyndarinnar á Norðurlöndum. í
2. gr. laga félagsins stendur svo: "Hlutverk félagsins er að