Gerðir kirkjuþings - 1988, Side 181
178
beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu
Hólastaðar á sem viðtækasta sviði. Skal höfuðáherslan lögð á
endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla sem
skólaseturs og vill félagið vinna að þvi, að við hlið
bændaskólans risi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfi þessu
forna menntasetri. Að þvi skal stefnt, að Hólar verði i
framtiðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð i
Hólastifti."
Þótt þessi grein falli að nokkru að markmiði tillögunnar, þá
er hér átt við Lýðskóla, en hugmyndir að slikum skólum hafa
viðsvegar gengið sér til húðar og tekið aðra stefnu um
Evrópu, eins og eftirfarandi sýnir.
Margar nágrannaþjóða okkar hafa þegar öðlast mikla reynslu og
góða af kirkjulegum menningarmiðstöðvum sem auðvelt er að
koma á fót að Hólum með tiltölulega litlum breytingum. Hér á
landi hefir verið gengist fyrir ráðstefnum i þessum anda i
Skálholti allt frá árinu 1981 með mjög góðum árangri. Siðan
hefir vaxandi menningarstarfsemi farið þar fram á vegum
kirkjunnar, samanber Skálholtsskóli nú.
Þær menningarmiðstöðvar sem hér er átt við og nánar verður
greint frá, eru allt stofnanir sem reknar eru af
mótmælendakirkjum i viðkomandi löndum. Þær eru reknar með
fullkomnu og sérhæfðu starfsliði og siðan fer það eftir stærð
þeirra og efnahag hversu umfangsmikið starfið er. Þær
menningarmiðstöðvar sem næst okkur eru kirkjumiðstöðvarnar i
Noregi (kirkeakademierne) eru viða um landið. í Sviþjóð eru
einnig nokkrar, þekktust er Sigtunastiftelsen i Sigtuna. í
Bretlandi mætti nefna m.a. (Westminster Pastoral
Foundation).
Einnig eru margar slikar stofnanir i Hollandi, Belgiu,
Danmörku, Finnlandi, Austurriki og viðar. í Bandarikjunum
ganga sambærilegar stofnanir undir heitinu "retreat center".
í Þýskalandi eru menningarmiðstöðvar þessar flestar að tölu
og eiga sér þar einnig lengsta sögu. Þær eru jafnframt
fyrirmyndin að slikum stofnunum annars staðar i Evrópu og
jafnvel i Bandarikjunum. í Þýskalandi eru heiti slikra
stofnana "Evangelische Akademie". Þar sem evangelisku
akademiurnar eru fyrirmyndin af þessum stofnunum skal nú
greint nánar frá sögu þeirra og hugmyndafræði i sem fæstum
orðum.
Saqa oq markmið:
Akademiurnar voru stofnaðar i lok seinni
heimsstyr j aldarinnar. Aðalhugmyndasmiðurinn var Ebenhard
Múller, sem lagði grundvöllinn að akademiunni i Bad Boll, sem
nú er stærsta akademian i Þýskalandi, stofnuð 29. sept. 1945.
Hinn þekkti guðfræðingur Helmut Thielicke átti sinn þátt i að
móta hugmyndina og hafði raunar komið fram með svipaða
hugmynd á undan Múller. Hann átti sinn þátt i að skipuleggja
og stjórna fyrstu ráðstefnunni i Bad Boll. Eins og segir i
ævisögu Thielicke "Gast auf einem schönen Stern" (bls. 251-
253). Grundvallahugmyndin var sú að akademiurnar séu
starfstæki kirkjunnar til þess að efla skilning milli ólikra