Gerðir kirkjuþings - 1988, Síða 182
179
Er það von flutningsmanns að þessi tillaga njóti sömu
meðferðar og framangreind tillaga.
Til frekari skýringar liggur hér fyrir greinargerð, er
þáverandi formaður Hólafélagsins og flutningsmaður þessarar
tillögu sendi kirkjumálaráðherra ólafi Jóhannessyni, um
f ramtiðarhugmyndir að eflingu Hólastaðar á kirkjulegum
grundvelli.
GREINARGERÐ II
í 2. gr. laga Hólafélagsins segir svo: "Hlutverk félagsins er
að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu
Hólastaðar á sem viðtækasta sviði. Skal höfuðáherslan lögð á
endurreisn biskupsstólsins á Hólum og eflingu Hóla sem
skólaseturs og vill félagið vinna að þvi, að við hlið
bændaskólans risi upp nýjar menntastofnanir, sem hæfi þessu
forna menntasetri. Að þvi skal stefnt, að Hólar verði í
framtiðinni andleg aflstöð og kirkjuleg miðstöð i
Hólastifti."
Hólafélagið hefur ætið frá fyrstu lagt höfuðáherslu á þessi
megin sjónarmið, er rætt er um uppbyggingu Hólastaðar. í
þessu sambandi vil ég taka fram eftirfarandi:
Hólastaður:
Eins og kunnugt er, keypti Skagafjarðarsýsla Hóla árið
1881. Næsta ár hófst þar búnaðarkennsla með stofnun
bændaskólans. Tel ég að með þvi hefjist nýtt
endurreisnartimabil i sögu Hólastaðar, frá þvi að stóll
og skóli voru lagðir niður árið 1802 og allar eignir
stóls og kirkju voru seldar svo og staðurinn sjálfur. Má
geta þess í þvi sambandi, að Hólar öðluðust nýjan sess i
vitund Norðlendinga með komu hins nýja skóla og mun
blómlegt skólastarf með merkum skólamönnum, um nær aldar
skeið, hafa viðhaldið að nokkru reisn staðarins, þó eigi
væri á kirkjulega sviðinu. Hólastaður féll aldrei i þá
niðurlægingu, sem Skálholtsstaður.
Árið 1972 var gerð fyrir frumkvæði Hólafélagsins
"Greinargerð með lauslegri tillögu að skipulagi," ásamt
uppdrætti af staðnum, á vegum skipulagsstjóra rikisins.
Lögð er áhersla á að gengið verði endanlega frá
skiptingu staðarins milli bændaskólans og allrar
kirkjulegrar starfsemi, áður en hafist verður handa um
uppbyggingu stofnana á staðnum. Skal í þvi sambandi
visað til fyrrnefndar greinargerðar.
Kirkjan og kirkjugarður:
Um dómkirkjuna á Hólum er það að segja að henni hefir
verið allvel haldið við á undanförnum árum. Einkum eftir
1950, er minningarturn Jóns biskups Arasonar var
reistur, þá var margt gert kirkjunni til bóta, m.a. var
sett koparþak á hana á þeim árum. Varðandi Hóladómkirkju