Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 200
197
1988
19. Kirkiubinq
15. mál
T I L L A G A
til binqsálvktunar um framtiðarskipan bókasafns
sem nú er qevmt í skálholtskirkiuturni
Frsm. og flm. Ottó A. Michelsen
Meðflm.: Sigurjón Einarsson
Kristján Þorgeirsson
19. Kirkjuþing samþykkir að fela Kirkjuráði að ráða
bókasafnsfræðing til að skrá bókasafnið, svo fyrir liggi
örugg heimild um bókakost safnsins.
í greinargerð með þessari tillögu er bent á nokkrar leiðir um
framtíðarskipan safnsins, enda nauðsynlegt að vekja umræður
um þetta mál, svo Kirkjuþing geti tekið afstöðu til þess.
GREINARGERÐ
Snemma árs 1965 festi islenska þjóðkirkjan, að frumkvæði
biskups, dr. Sigurbjörns Einarssonar, kaup á bókasafni Kára
B. Helgasonar, kaupmanns í Reykjavík. Var safn þetta
hinsvegar jafnan kennt við fyrri eiganda þess, Þorstein
Þorsteinsson, sýslumann í Búðardal, þótt mikið hafi bæst við
frá Kára, enda hér um að ræða mesta bókasafn á íslandi í
einstaklings eigu.
Til þess að standa straum af kaupunum var efnt til almennrar
fjársöfnunar meðal þjóðarinnar, er nefnd var Skálholtssöfnun,
og var tilkvödd nefnd manna til umsjónar með henni.
Fundargerðarbók um þá starfsemi og aðra framvindu mála
fyrirfinnst þó ekki samkvæmt upplýsingum biskupsritara og, að
því er undirrituðum er best kunnugt var aldrei gerð
skipulagsskrá um kaupin eða markmið þeirra formlega mótað til
frambúðar.
Sem kunnugt er var safninu komið fyrir i turni
Skálholtskirkju og þar hefur það verið geymt alla tið síðan i
nær aldarfjórðung. Hefur sá þáttur málsins að sjálfsögðu
verið sérstakt vandamál frá upphafi, en til þess liggja ýmsar
ástæður, sem ekki verða raktar i stuttu máli. Má þó nefna að
umrædd geymsla er gjörsamlega ófullnægjandi til varðveislu
bóka vegna ónógrar hita- og rakajöfnunar, sem telja má
líklegt að hafi orsakað skemmdir. Þá hefur safnið litt verið