Gerðir kirkjuþings - 1988, Page 205
látið þá ráða en samstöðu þjóða hafa þeir virt að vettugi og
jafnvel hótað úrsögn úr alþjóðlegum samtökum ef þeirra
málstaður hefur ekki náð fram að ganga.
óheillaþróun verður að snúa til nýrrar áttar. Hugar-
farsbreytingu þarf til. Skammtímahagsmunir mega ekki lengur
sitja í fyrirrúmi heldur undirstaðan sjálf, lífríkið og
auðlindir þess. Á því veltur ekki aðeins framtiðarafkoma
þjóðarinnar heldur er samstaða þjóða um verndun lifrikisins
nú eitt að lifsskilyrðum tæknialdar. Þetta er öllum að verða
ljóst þótt sumum virðist hægt ganga.
Ofríki mannsins i lífríkinu stafar oft af vanþekkingu.
Kirkjan þarf þvi að styðja hvern þann sem vill auka þekkingu
manna á lifrikinu og ástandi þess. Ofríki mannsins stafar oft
af vitaverðu ábyrgðarleysi (sbr. nýlegar fréttir um losun
geislavirkra efna úr kjarnorkuveri i Ohio). Ofríki mannsins
leiðir einnig sjálfkrafa af þeim lifsstil sem vesturlandabúar
hafa tileinkað sér. Sá lifsstíll er krefjandi og svifst
einskis til þess að fá allt sem unnt er út úr náttúrunni.
Ofrikið sem hér er til umræðu kemur vel fram i frásögn sem
til er af Kólumbusi þegar hann kom til nýja heimsins i fyrsta
sinn og sér blasa við augum hvert sem litið er ósnortna dýrð
lifríkisins. Hann skrifar i dagbók sina um hina stórbrotnu
fegurð þar sem heilu skógarnir svignuðu af dísætum ávöxtum og
allt ómaði af dýrlegum fuglasöng, litadýrð og fegurð hvert
sem litið var en svo heldur hann áfram: "Hversu mikið timbur
má ekki flytja héðan og aldin má selja svo fé rynni i striðum
straumum i fjárhirslur konungs, ibúana hér má auðveldlega
selja í þrældóm og land má brjóta til ræktunar." Og þannig
hélt hann áfram.
í þekktum orðum úr Helgakveri er minnt á ábyrgð mannsins i
lifríkinu og tilhneigingu hans til ofríkis: "111 meðferð á
skepnum ber vott um grimmt og guðlaust hjarta." Þessi orð má
auðveldlega færa yfir á samskipti mannsins við lifrikið i
heild. Ofriki mannsins og sú vistkreppa sem af þvi hefur
leitt sýnir öðru fremur að rót vandans liggur í hugarfarinu
sem er afvegaleitt vegna þess að ráðsmennskan er ekki lengur
tekin gild, náttúran er ekki lengur skilin sem heild þar sem
maðurinn er einn þáttur.
Hugarfarsbreytingu þarf til eigi að verða unnt að snúa þessum
hugsunarhætti við á lifvænlegri braut fyrir mannkynið. Sú
hugarfarsbreyting þarf að ná til allra þátta þjóðlífsins hér
á landi sem annars staðar, hún verður að ná til neytenda,
almennings, hún verður að ná til þeirra sem standa í forystu
í raunvísindum og tækni, einnig til st j órnmálamanna,
atvinnurekenda og stjórnenda valdamikilla stofnana og
fyrirtækja. Hugarfarsbreytingin þarf líka að leiða til
einfaldari lífsstils þar sem ljóst er að sá lifsstíll sem
vesturlandabúar leyfa sér nú getur aldrei náð til allra.
Vesturlandabúar geta ekki lengur leyft sér þau forréttindi að
hrifsa til sin allt sem þeir geta af gæðum jarðarinnar án
tillits til annarra heimshluta og án tillits til framtiðar