Gerðir kirkjuþings - 1990, Blaðsíða 6
Kirkjuþing 1990
Nýkjörið kirkjuþing hið 21. í röðinni frá því kirkjuþing hófst 1958 var háð í Reykjavík
dagana 30. okt. - 8. nóv. 1990.
Það hófst þriðjudaginn 30. okt. kl 14 í Bústaðakirkju, Reykjavík með guðsþjónustu og
altarigöngu. Sr. Sigurjón Einarsson, prófastur og kirkjuþingsmaður predikaði, en
altarisþjónustu önnuðust kirkjuþingsmennirnir, sr. Hreinn Hjartarson og sr. Jón
Einarsson prófastur. Söngvarar úr kór Bústaðakirkju leiddu söng, organisti var Guðni
Þ. Guðmundsson.
Aö lokinni guðsþjónustu var gengið í safnaðarsal Bústaðakirkju þar sem þingsetning fór
fram og fundir þingsins haldnir.
✓
Þingsetningarræöa herra Qlafs Skúlasonar biskups
Kirkjumálaráðherra, Óli Þ. Guöbjartsson, biskupar og biskupsfrúr. Þingfulltrúar og
gestir.
Mér er það sönn ánægja aö bjóða ykkur öll velkomin til 21. kirkjuþings. Ég þakka
guðsþjónustuna í kirkjunni áðan. Þakka prédikun séra Sigurjóns Einarssonar, prófasts,
altarisþjónustu séra Hreins Hjartarsonar og séra Jóns Einarssonar, prófasts, orgelleik
Guðna Þ. Guðmundssonar og söng félaga úr kór Bústaðakirkju. A þessum stað hefur
kirkjuþing verið háð á liðnum árum, og við höfum fundið, að hér er gott að vera.
Þakka ég presti og forráðamönnum safnaðarins, auk starfsfólki kirkjunnar, fyrir lipurö
alla og fúsleika til þess að búa svo að kirkjuþingi, að árangur megi njóta aðstæðna,
sem laða fram enn betra starf.
Okkur þótti síðasta þing nokkuð sérstakt. Það var hiö tuttugasta frá upphafi og
fylgir ævinlega nokkur umhugsun, þegar tug fyllir. Nýr forseti kirkjuþings hóf störf og
fráfarandi forseta var þakkað. Og upp var runnið síðasta þing kjörtímabilsins.
Frá því við komum hér síðast saman hefur einn fýrrverandi kirkjuþingsmaður
andast. Það er séra Trausti Pétursson, fýrrverandi, prófastur. Hann fæddist 19. júní 1914
og andaðist 5. mars s.l. Séra Trausti sat á kirkjuþingi árin 1970 til 1982. Hann vann
störf sína af eðlislægri hógværð og tillitssemi, vandaði undirbúning og nefndarstörf, og
í ræðum sínum var hann fundvís á aðalatriði og dró vel saman þræði, svo að heilt var
allt. Ég vil biðja þingheim og gesti að heiðra minningu séra Trausta Péturssonar með
því að rísa úr sætum.
Það er því fyrsta þing nýs kjörtímabils, sem kvatt er til starfa. Býð ég nýja
þingfulltrúa velkomna og vona þeir finni fljótlega, að hér ríkir góður andi og yfirleitt
án þess flokkadrættir myndi gjá á milli. Þakka ég þeim kirkjuráðsmönnum, sem horfið
hafa af þingi, en ekki var vitaö í fýrra með fullri vissu, hverjir yrðu. -Tölur segja aldrei
alla söguna, en okkur er þó tamt að vitna til þeirra. Það mætti því ætla, aö
þingmönnum úr hópi kvenna heföi aldeilis fjölgað, er ég segi þær séu hér þriðjungi
fleiri en fýrr. En toppurinn dalar, þá hitt fýlgir, að nú eru þær þrjár, en voru tvær áður.
3