Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 32

Gerðir kirkjuþings - 1990, Side 32
hver sem hann yrði þá var það ekki að koma fram fyrir hönd nefndarinnar heldur einungis að vera starfsmaður hennar. Þegar starfsmaðurinn hafði veriö ráðinn til eins árs var hann þegar farinn að tala fyrir hönd nefndarinnar án nokkurs samráðs við hana: hann flutti framsögu erindi á leikmannastefnu, sýnóduserindi í útvarp, ritaði grein um málið í Arbók kirkjunnar og flutti erindi á héraösfundi Reykjavíkurprófastsdæmis - ávallt án samráðs við nefndina eða formann hennar. Biskup leitaði álits míns (26. júlí 1989) á ráðningu þessa starfsmanns á sínum tíma og ég svaraði á sama hátt og ég hafði svarað honum sjálfum nokkru fyrr (á fundi 4. júlí 1989) þegar hann spurði mig um álit mitt á því að hann sæktist eftir þessu starfi, ég svaraði að ég teldi hann ekki heppilegan í starfið vegna kirkjuskoöana hans auk þess sem ég teldi að auglýsa ætti starfið; ég sagði honum þó að ég myndi ekki setja mig gegn ráðningu hans ef hann birti eitthvað eftir sig á prenti um málið, ritgerð um safnaðaruppbyggingu og þar kæmi fram að hann hefði útvíkkað sjónarmið sín frá því að einskorðast við kirkjuvaxtarhreyfinguna og bandarískar sértrúarhugmyndir um kristinn söfnuð í anda karismatísku hreyfingarinnar. Hið sama tjáði ég biskupi, að ég treysti þessum starfsbróður mínum ef vilji hans væri einlægur til samstarfs. Hið gagnstæða kom í ljós eins og ráða má af því sem ég hef sagt. Mér bauðst því í raun aðeins einn kostur og það var að óska eftir lausn frá störfum. Þetta merkir í raun að málið var lagt í hendur biskups sem hefur yfirumsjón með þessu mikilvæga verkefni. Það má einnig koma fram að formaður Prestafélags Islands mótmælti ráðningu hans á sínum tíma (í ársbyrjun þessa árs) þar sem starfið var ekki auglýst, ég tek undir þau mótmæli. Eg legg til að kirkjuráð endurskoði framkvæmd á samþykkt kirkjuþings um safnaðaruppbyggingu, skipun og verkefni nefndarinnar í Ijósi þess sem segir framar í þessu máli mínu og að ráðning starfsmannsins verði endurskoðuð við fyrsta tækifæri og starfið auglýst með eðlilegum hætti þegar þar að kemur. I þeirri tillögu sem samþykkt var á kirkjuþingi í fyrra er nefndinni falið viðamikið verkefni: a) Að móta heildarstefnu í safnaðaruppbyggingu. b) Að gera áætlanir um helgihald, líknarþjónustu og fræðslustörf. c) Að útvega og útbúa nauðsynlegt efni, sjá um þýðingar á erlendu efni og aðlaga íslenskum aðstæðum, og koma þessu efni til útgáfu eftir því sem fjárveitingar leyfa. d) Að gera tillögur um menntun safnaðarstarfsmanna. e) Að stuðla að því að námskeið um safnaðaruppbyggingu verði haldin fyrir presta, starfsmenn safnaða og annað safnaðarfólk. Hér er því um að ræða kirkjustefnumótandi plagg þar sem mikið er í húfi að guðfræðilegar forsendur séu rétt mótaðar áður en farið er lengra. Þegar litið er á samþykkt kirkjuþings 1989 ásamt samþykkt prestastefnu sama ár er ljóst að þess er óskað af þessum helstu valdastofnunum íslensku þjóðkirkjunnar að biskup hafi ákveðið frumkvæði í mótun nýrrar kirkjustefnu þar sem málefni safnaðarins í víðasta skilningi eru tekin til rækilegrar endurskoðunar. Nefndinni var sem sagt falið hlutverk sem ég tel að sé henni ofviða. Hún á bæði að móta heildarstefnu í þessu mikla máli og sjá um útfærslu þess. Ég tel nú - eftir að upphaflega tillagan fékkst ekki samþykkt - að eðlilegra hefði verið að skipta þessu verkefni í tvennt og skipa tvær nefndir þar sem önnur væri skipuð fólki sem hefur sérstaka þekkingu á málinu (t.d. þeir sem hafa kynnt sér það sérstaklega) en hins vegar nefnd sem skipuð væri fólki sem sæi sérstaklega um útfærslu hugmynda, sú nefnd væri skipuð föstum starfsmönnum stofnana sem kirkjan rekur (svo sem Fræðsludeildar, Skálholtsútgáfu, Skálholtsskóla o.s.frv.) Mótun heildarstefnu í safnaðaruppbyggingu er meira en efling safnaðarstarfsins, hér 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.