Gerðir kirkjuþings - 1990, Qupperneq 94
kyngir og meltir, og önnur líffæri eins og lifur og nýru starfa eðlilega. Jafnframt bregst
hún við ýmsum áreitum úr umhverfinu, svo sem hitastigi, hljóðum, ljósi og hún sýnir
merki um sársauka. Karen Quinlan var dærni um manneskju með heilahvelsdrep.
Sumir hafa lagt til að litið sé á starfsemi heilahvels sem lykilstarfsemi lífsins og að
dauðinn verði skilgreindur sem heilahvelsdrep, en á því eru alvarlegir annmarkar. Eins og
Christopher Pallis, prófessor við Hinn konunglega læknaskóla Lundúnaháskóla, segir:
Ekkert samfélag hefur nokkurn tíma litið svo á að manneskja með
heilahvelsdrep sé látin, eða að taka megi úr henni [lífsnauðsynleg] líffæri.
Hvergi í heiminum myndi nokkur læknir fá leyfi til þess að nota líkama slíkrar
manneskju sem tæki ... 'við kennslu eða í tilraunaskyni'. Enginn læknir myndi
kryfja slíkan líkama eða ’búa hann dl greftrunar'.6
Skoðun Pallis byggir á þeirri staðreynd að slíkar manneskjur anda sjálfkrafa og eru með
hjartslátt. En sum viðbrögð þeirra við áreitum benda hJca til að eitthvert sálarlíf kunni að
bærast með þeim.7
Áleitnar og erfiðar spumingar geta vaknað um það hvort rétt geri verið að hætta
meðferð .slíkra sjúklinga og „leyfa þeim að deyja“. Mikilvægt er að ræða slíkar
spumingar, en það væri rangt að reyna að svara þeim með því að skilgreina slíka
sjúklinga látna, enda væri það að rugla saman tveim aðskildum efnum: ákvörðun um það
hvenær manneskja er lárin annars vegar og hins vegar ákvörðun um það hvenær rétt sé að
hætta meðferð sem heldur henni á lífi. Við erum sammála Pallis um að manneskja með
heilahvelsdrep sé bersýnilega ekki lárin.
b. Heilastofnsdrep
Heilastofninn stjómar augnhreyfingum, ýmsum ósjálfráðum viðbrögðum (svo sem
kokviðbragði), jafnvægisskyni, hjartslætti8 og öndun. Við heilastofnsdrep, það er þegar
heilastofninn haettir alfarið og endanlega að starfa, sýnir manneskjan aldrei framar mörg
þau viðbrögð sem einkenna lifandi líkama. Hún andar ekki sjálfkrafa, en þótt
heilastofninn stjómi hjartslætti að hluta, þá getur hjartað slegið enn. Þetta er vegna þess
að hjartað hefur sinn eigin gangráð sem stöðvast ekki þótt heilastofn hætri að starfa. Ef
öndun er ekki viðhaldið með vélrænum hætti, þá hættir hjartað að slá og öll meginlíffæri
líkamans að starfa innan skamms tíma vegna súrefnisskorts. Aftur á móti ef öndun er
viðhaldið, ásamt annarri nauðsynlegri meðferð, þá getur hjartað slegið lengi áfram, þótt
6Tilvitnun fengin hjá David Lamb, Deaih, Brain Death and Ethics (London & Sydney: Croom Helm,
1985), s. 44.
7Erfitt er að tilgreina nákvæmlega hvaða vísbendingar eru um rilvist sálarlífs hjá sjúklingum eins og
þessum, en stefna nefndarinnar er að sýna ítrustu varúð og íhaldssemi í þessu alvöruefni. Skilningur
manna á þessu sviði er ennþá mjög takmarkaður og mikilvægt er að viðurkenna það.
8Stjómun heilastofns á hjartslætti er þó ckki algjör, eins og rætt cr hér fyrir neðan.
91