Gerðir kirkjuþings - 1990, Síða 104
En því er ekki að leyna, að málið horfir að einu leyti, og um leið mikilvægu,
öðruvísi við, þegar um látinn gjafa er að ræða. Munurinn er sá, að ekki er efast um
nauðsyn á samþykki lifandi gjafa, en menn getur greint á um, hvernig líta beri á
samþykki til brottnáms líffæris úr látnum manni. Enn snýst málið um sjálfræði og
sjáifsákvörðunarrétt einstaklingsins, en nú um það sérstaklega, hvort og þá hvemig þau
mikilvægu réttindi veiti honum heimild til að hlutast til um meðhöndlun á líkama sínum
eftir andlátið.
í eftirfarandi máli verður stuðst við það sjónarmið að virða beri sjálfsákvörðunarrétt
manna í þessu tilliti sem öðru, svo fremi það bijóti ekki rétt á öðrum, sem er hin almenna
regla um skerðingu á sjálfsforræði, og ekki síst þegar það bætir hag annarra, í þessu
tilviki líf þeirra og heilsu.
í samræmi við þessa viðmiðun virðist einsýnt að virða ber yfirlýsta ósk hins látna
um að líffæri úr lfkama hans verði notað til ígræðslu, auðvitað að því tilskyldu, að það
liggi fyrir læknisfræðilegur úrskurður um, að líffærið komi að tilætluðum notum. Að
sama skapi ber að taka fullt tillit til þess hafi hinn látni lagt bann við að Kffæri úr líkama
hans verði notað til ígræðslu.
En hvemig skal bregðast við, þegar ekki er vitað með vissu um vilja hins látna, en
fyrir liggur að nota megi líffæri úr líkama hans til ígræðslu? Þegar þannig stendur á má
færa rök fyrir því, að unnt sé að heimila aðgerðina, að uppfylltum tilteknum skilyrðum er
lúta að möguleikum á því að ráða í vilja hins látna. Menn spyrja þá spurningar sem
þessarar: Má ætla, að það mundi samræmast lífsviðhorfum, gildismati, trúarskoðunum
hins látna að fjarlægja ígræðslulíffæri úr líkama hans? Komi í ljós að það stríddi gegn
vilja og viðhorfum hins látna yrði brottnám líffæris alls ekki heimilað.
Réttmæti spumingarinnar sem slíkrar getur orkað tvímælis, án tillits til þess hvort
henni síðan verði svarað svo mark sé á takandi. En það sem hér verður talið réttlæta
spuminguna er að það beri ríkari vott um virðingu fyrir persónu hins látna að vekja þessa
spumingu en að ræða hana ekki. Marktækt svar, eða viðhlítandi svar, er svo undir því
komið, hvort tök em á því að afla þeirra upplýsinga um persónuleika hins látna sem stefnt
er að. Að öðm jöfnu beinast sjónir að nánustu vandamönnum, en hafa verður í huga, að
aðrir einstaklingar, svo sem náinn vinur, gæti gegnt því hlutverki að taka á sig þá ábyrgð,
að verða í raun staðgengill hins látna andspænis þeirri mikilvægu ákvörðun, sem fyrir
liggur að taka. Ætla má, að hér sé um mjög viðkvæmt mál að ræða, og ekki er víst, að
þeir sem leitað yrði til teldu sig þess umkomna að axla ábyrgðina. Samþykki þeirra til að
gegna hlutverki staðgengils skyldi vera óþvingað, ekki ólfkt því þegar um lifandi gjafa er
að ræða.
Á meðal þeirra röksemda, sem færðar hafa verið gegn líffæraígræðslum, er að þær
taki til sín óeðlilega stóran skerf af fjármagni til heilbrigðisþjónustu miðað við hvað þær
nýtist tiltölulega fáum.
101