Són - 01.01.2015, Page 14
12 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir
víða í skáldskap hans. Að lokum verða mansöngvar hans teknir fyrir og
þeir skoðaðir út frá goðsögninni með hliðsjón af óhóflegri áfengisdrykkju
Sigurðar sjálfs sem á það jafnvel til að renna saman við skáldskaparmjöð
rímnanna svo erfitt getur orðið að greina þetta tvennt að.1
Skáldskaparmjöðurinn
Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir frá tilurð mjaðarins góða, sem
ýmist er nefndur skáldskaparmjöður eða einfaldlega skáldamjöður.
Upphaf þeirra atburða, sem goðsögnin segir frá, má rekja til sátta þeirra
ása og vana sem höfðu átt í illdeilum. Til marks um sættirnar hræktu
þeir allir í ker en úr hrákanum varð til maðurinn Kvasir sem var alvitur.
Dvergarnir Fjalar og Galar urðu honum þó að bana og helltu blóði hans
í tvö ker, sem nefnast Són og Boðn, og einn ketil, sem kallast Óðrerir
eða Óðhrærir. Blóðinu blönduðu þeir saman við hunang og úr varð
sá mjöður sem gerði alla er af drukku að skáldum eða fræðimönnum.
Vegna þessa er skáldskapur kenndur við Kvasi eða fyrrnefnd ílát og meðal
annars kallaður Kvasis blóð eða Sónar lögur.
Auk þess að myrða Kvasi urðu þeir Fjalar og Galar jötninum Gill-
ingi að bana og svo fóru leikar að þeir seldu Suttungi, syni Gillings,
mjöðinn í hendur, en hann fól svo dóttur sinni, Gunnlöðu, sem dvaldi
að Hnitbjörgum, að gæta hans. Óðinn, æðstur ása, ásældist mjög skálda-
mjöðinn og leitaði því leiða til að komast til Gunnlaðar. Eftir nokkra
klæki tókst honum það og lá hjá henni þrjár nætur, en í staðinn leyfði
hún honum að drekka þrívegis af miðinum. Óðinn gerði sér hins vegar
lítið fyrir og kláraði mjöðinn. Eftir það brá hann sér í arnarham og flaug
sem mest hann mátti til Ásgarðs. Suttungur sá þó á eftir honum og
elti, einnig í arnarham. Þegar Óðinn kom inn fyrir Ásgarð spýtti hann
miðinum upp úr sér í ker sem þar höfðu verið lögð. Þó fór mjöðurinn
ekki allur þangað sem Óðinn ætlaði sér því Suttungur nálgaðist Óðin
óðfluga og vegna þess flýtti ásinn sér um of að æla miðinum upp. Hluti
mjaðarins fór því út um rangan enda, eða afturenda arnarins. Sá hluti
mjaðarins, sem í kerin komst, fór til ásanna og skálda en hinn hlut-
inn, sá sem kom út um óæðri endann, var nefndur skáldfíflahlutur og
1 Greinin byggir á lokaritgerð Arndísar Huldu Auðunsdóttur, „Lítil sköpun þroska nær“:
Rannsókn á mansöngvum Sigurðar Breiðfjörð, sem var skrifuð undir handleiðslu
Aðalheiðar Guðmundsdóttur og lögð fram til MA-prófs í þjóðfræði vorið 2015. Hún
tilheyrir þó í stærra samhengi verkefni sem var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla
Íslands.