Són - 01.01.2015, Page 14

Són - 01.01.2015, Page 14
12 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir víða í skáldskap hans. Að lokum verða mansöngvar hans teknir fyrir og þeir skoðaðir út frá goðsögninni með hliðsjón af óhóflegri áfengisdrykkju Sigurðar sjálfs sem á það jafnvel til að renna saman við skáldskaparmjöð rímnanna svo erfitt getur orðið að greina þetta tvennt að.1 Skáldskaparmjöðurinn Í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu segir frá tilurð mjaðarins góða, sem ýmist er nefndur skáldskaparmjöður eða einfaldlega skáldamjöður. Upphaf þeirra atburða, sem goðsögnin segir frá, má rekja til sátta þeirra ása og vana sem höfðu átt í illdeilum. Til marks um sættirnar hræktu þeir allir í ker en úr hrákanum varð til maðurinn Kvasir sem var alvitur. Dvergarnir Fjalar og Galar urðu honum þó að bana og helltu blóði hans í tvö ker, sem nefnast Són og Boðn, og einn ketil, sem kallast Óðrerir eða Óðhrærir. Blóðinu blönduðu þeir saman við hunang og úr varð sá mjöður sem gerði alla er af drukku að skáldum eða fræðimönnum. Vegna þessa er skáldskapur kenndur við Kvasi eða fyrrnefnd ílát og meðal annars kallaður Kvasis blóð eða Sónar lögur. Auk þess að myrða Kvasi urðu þeir Fjalar og Galar jötninum Gill- ingi að bana og svo fóru leikar að þeir seldu Suttungi, syni Gillings, mjöðinn í hendur, en hann fól svo dóttur sinni, Gunnlöðu, sem dvaldi að Hnitbjörgum, að gæta hans. Óðinn, æðstur ása, ásældist mjög skálda- mjöðinn og leitaði því leiða til að komast til Gunnlaðar. Eftir nokkra klæki tókst honum það og lá hjá henni þrjár nætur, en í staðinn leyfði hún honum að drekka þrívegis af miðinum. Óðinn gerði sér hins vegar lítið fyrir og kláraði mjöðinn. Eftir það brá hann sér í arnarham og flaug sem mest hann mátti til Ásgarðs. Suttungur sá þó á eftir honum og elti, einnig í arnarham. Þegar Óðinn kom inn fyrir Ásgarð spýtti hann miðinum upp úr sér í ker sem þar höfðu verið lögð. Þó fór mjöðurinn ekki allur þangað sem Óðinn ætlaði sér því Suttungur nálgaðist Óðin óðfluga og vegna þess flýtti ásinn sér um of að æla miðinum upp. Hluti mjaðarins fór því út um rangan enda, eða afturenda arnarins. Sá hluti mjaðarins, sem í kerin komst, fór til ásanna og skálda en hinn hlut- inn, sá sem kom út um óæðri endann, var nefndur skáldfíflahlutur og 1 Greinin byggir á lokaritgerð Arndísar Huldu Auðunsdóttur, „Lítil sköpun þroska nær“: Rannsókn á mansöngvum Sigurðar Breiðfjörð, sem var skrifuð undir handleiðslu Aðalheiðar Guðmundsdóttur og lögð fram til MA-prófs í þjóðfræði vorið 2015. Hún tilheyrir þó í stærra samhengi verkefni sem var styrkt af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194

x

Són

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.