Són - 01.01.2015, Síða 15
„Berðu mér ei BlAndAð vín“ 13
þaðan fá leirskáld eða léleg skáld sinn mjöð (Snorri Sturluson 1998:3–5).
Út frá þessum atburðum öllum er skáldskapur meðal annars nefndur
Suttungamjöður, Hnitbjargarlögur, farkostur dverga og fengur Óðins.2
Goðsögnin í meðförum skáldanna
Líkt og dróttkvæðaskáldin sóttu rímnaskáldin líkingamál sitt að miklu
leyti til goðsagna Snorra-Eddu og því eru það ekki nýmæli rímnaskáld-
anna að vísa í goðsögnina um skáldamjöðinn í umfjöllun sinni um eigin
skáldskap. Líkingamálið var þegar orðið staðlað í meðferð dróttkvæða-
skáldanna og þar af leiðandi vitnuðu ekki öll rímnaskáld með beinum
hætti í umrædda goðsögn, heldur í gegnum „hefð“ sem þegar var orðin
til (Björn K. Þórólfsson 1934:88).3
Ekki þarf að blaða lengi í mansöngvum útgefinna rímna til að rekast
á kenningu eða heiti sem byggir á umræddri goðsögn og á það við um
rímnakveðskap frá öllum öldum. Í orðabók Finns Jónssonar yfir skáld-
skaparmál elstu rímna, sem hann gaf út á árunum 1926–28, er að finna
mýmörg dæmi um kenningar af þessu tagi á borð við Boðnar straumur,
Gillings fundur og Suttungs vín (Finnur Jónsson 1926–1928).4 Höfundur
FRIÐÞJÓFSRÍMNA (c. 1400) segir: „Farkost hefr eg Fjalars í smíð/fjör-
lausn þeira bræðra“5 og í STURLAUGSRÍMUM (15. öld) er talað um að
„brugga Berlings vín.“6 Í GEÐRAUNUM (c. 1400) má finna eftirfarandi
2 Goðsögnin af skáldskaparmiðinum er varðveitt í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu og
er nokkuð ítarlegri en hér er frá greint; hún er að hluta til einnig sögð í Hávamálum,
auk þess sem getið er um Kvasi í Heimskringlu. Fræðimenn hafa löngum velt fyrir sér
heimildum Snorra, jafnt sem vinnubrögðum hans og meðferð á sögninni, sem jafnvel
er talin grundvallast á indó-evrópskri goðsögn (sjá einkum Simek 1993:213–214 og
Frank 1981). Í Uppsala-Eddu er ekki talað um skáldfíflahlut, heldur arnarleir (Snorri
Sturluson 2013:202).
3 Sem dæmi um vísanir dróttkvæðaskálda í goðsögnina má nefna „Gillings gjǫldum“ og
„í hverlegi galga farms“ í fyrstu vísu HÁLEYGJATALS Eyvindar Finnssonar skáldaspillis (d.
um 990). Einnig má nefna „Yggjar bjór“ úr fyrstu vísu JÓMSVÍKINGADRÁPU eftir Bjarna
Kolbeinsson (d. 1222). (Sjá Den norsk-islandske skjaldedigtning 1967 BI:60 og BII:1).
4 Fleiri dæmi má nefna úr orðabók Finns Jónssonar, svo sem: Boðnar foss, Boðnar sund,
Sónar flóð, Sónar marr og Sónar samr (haf ); ennfr. Gillings fley, Suttungs mjöður, Suttungs
skeið og Gunnlaðar góma lá. Meðal kenninga sem styðjast við dverganöfn má nefna:
Fundings fræðasjár, Fundings veigar, Fundins horna hver, Dáins fley, Fjalars ferja og Galars
skeið. Að lokum má nefna nokkrar kenningar þar sem Óðinn kemur við sögu, svo sem:
Fjölnis minni, Fjölnis óskabyrði, Hárs horna sund, Hárs horna flóð, Sigmundar sinnu drykkur
og Þundar þýfska.
5 Friðþjófsrímur I 2.1–2 (Finnur Jónsson 1905–1922 I:411). Aldur einstakra miðalda-
rímna getur verið umdeilanlegur, en hér er fylgt þeim viðmiðum sem gefin eru upp hjá
Rudolf Simek og Hermanni Pálssyni í Lexikon der altnordischen Literatur, 2007.
6 Sturlaugsrímur I 1.1 (Finnur Jónsson 1905–1922 I:455). Berlingur er dvergsheiti.