Són - 01.01.2015, Síða 15

Són - 01.01.2015, Síða 15
„Berðu mér ei BlAndAð vín“ 13 þaðan fá leirskáld eða léleg skáld sinn mjöð (Snorri Sturluson 1998:3–5). Út frá þessum atburðum öllum er skáldskapur meðal annars nefndur Suttungamjöður, Hnitbjargarlögur, farkostur dverga og fengur Óðins.2 Goðsögnin í meðförum skáldanna Líkt og dróttkvæðaskáldin sóttu rímnaskáldin líkingamál sitt að miklu leyti til goðsagna Snorra-Eddu og því eru það ekki nýmæli rímnaskáld- anna að vísa í goðsögnina um skáldamjöðinn í umfjöllun sinni um eigin skáldskap. Líkingamálið var þegar orðið staðlað í meðferð dróttkvæða- skáldanna og þar af leiðandi vitnuðu ekki öll rímnaskáld með beinum hætti í umrædda goðsögn, heldur í gegnum „hefð“ sem þegar var orðin til (Björn K. Þórólfsson 1934:88).3 Ekki þarf að blaða lengi í mansöngvum útgefinna rímna til að rekast á kenningu eða heiti sem byggir á umræddri goðsögn og á það við um rímnakveðskap frá öllum öldum. Í orðabók Finns Jónssonar yfir skáld- skaparmál elstu rímna, sem hann gaf út á árunum 1926–28, er að finna mýmörg dæmi um kenningar af þessu tagi á borð við Boðnar straumur, Gillings fundur og Suttungs vín (Finnur Jónsson 1926–1928).4 Höfundur FRIÐÞJÓFSRÍMNA (c. 1400) segir: „Farkost hefr eg Fjalars í smíð/fjör- lausn þeira bræðra“5 og í STURLAUGSRÍMUM (15. öld) er talað um að „brugga Berlings vín.“6 Í GEÐRAUNUM (c. 1400) má finna eftirfarandi 2 Goðsögnin af skáldskaparmiðinum er varðveitt í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu og er nokkuð ítarlegri en hér er frá greint; hún er að hluta til einnig sögð í Hávamálum, auk þess sem getið er um Kvasi í Heimskringlu. Fræðimenn hafa löngum velt fyrir sér heimildum Snorra, jafnt sem vinnubrögðum hans og meðferð á sögninni, sem jafnvel er talin grundvallast á indó-evrópskri goðsögn (sjá einkum Simek 1993:213–214 og Frank 1981). Í Uppsala-Eddu er ekki talað um skáldfíflahlut, heldur arnarleir (Snorri Sturluson 2013:202). 3 Sem dæmi um vísanir dróttkvæðaskálda í goðsögnina má nefna „Gillings gjǫldum“ og „í hverlegi galga farms“ í fyrstu vísu HÁLEYGJATALS Eyvindar Finnssonar skáldaspillis (d. um 990). Einnig má nefna „Yggjar bjór“ úr fyrstu vísu JÓMSVÍKINGADRÁPU eftir Bjarna Kolbeinsson (d. 1222). (Sjá Den norsk-islandske skjaldedigtning 1967 BI:60 og BII:1). 4 Fleiri dæmi má nefna úr orðabók Finns Jónssonar, svo sem: Boðnar foss, Boðnar sund, Sónar flóð, Sónar marr og Sónar samr (haf ); ennfr. Gillings fley, Suttungs mjöður, Suttungs skeið og Gunnlaðar góma lá. Meðal kenninga sem styðjast við dverganöfn má nefna: Fundings fræðasjár, Fundings veigar, Fundins horna hver, Dáins fley, Fjalars ferja og Galars skeið. Að lokum má nefna nokkrar kenningar þar sem Óðinn kemur við sögu, svo sem: Fjölnis minni, Fjölnis óskabyrði, Hárs horna sund, Hárs horna flóð, Sigmundar sinnu drykkur og Þundar þýfska. 5 Friðþjófsrímur I 2.1–2 (Finnur Jónsson 1905–1922 I:411). Aldur einstakra miðalda- rímna getur verið umdeilanlegur, en hér er fylgt þeim viðmiðum sem gefin eru upp hjá Rudolf Simek og Hermanni Pálssyni í Lexikon der altnordischen Literatur, 2007. 6 Sturlaugsrímur I 1.1 (Finnur Jónsson 1905–1922 I:455). Berlingur er dvergsheiti.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.