Són - 01.01.2015, Page 19
„Berðu mér ei BlAndAð vín“ 17
snéri hann aftur til Kaupmannahafnar en fékk ekki þau laun sem hann
hafði reiknað með og hélt því reiður til Íslands aftur, slyppur og snauður
(Sigurður Breiðfjörð 1961a:55–56).
Það var ekki einungis í Kaupmannahöfn sem Sigurði hélst illa á
peningum því mest alla ævi sína átti hann í fjárhagserfiðleikum. Hann
komst oftar en einu sinni í kast við lögin og þá yfirleitt vegna smásvika
sem gáfu honum örlítið í aðra hönd. Þau málaferli sem höfðu mest áhrif
á líf hans voru þó ekki vegna peninga heldur tvíkvænis. Sigurður reyndi
að fá skilnað frá fyrri eiginkonu sinni en erindi hans var ekki sinnt og
ákvað hann að hirða ekki um það frekar og kvæntist aftur. Eftir löng
málaferli var fjárhagur hans og seinni konu hans orðinn bágur og ákváðu
þau að flytja til Reykjavíkur, þar sem gæfan varð þeim þó lítið hliðhollari
(Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:39–40, 44–48).
Árið 1846 bárust mislingar til Reykjavíkur og smitaðist Sigurður af
þeim með þeim afleiðingum að hann lést það vor, aðeins 48 ára að aldri
(Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:52). Þrátt fyrir að hafa lent upp á kant
við marga samtíðarmenn sína, oftast vegna peningavandræða, var hann
vel liðinn af flestum enda ýmsum gáfum gæddur. Gísli Konráðsson lagði
mikið upp úr því í ævisögu sinni um Sigurð að sýna fram á hversu gjaf-
mildur og vinnusamur hann var. Fleiri skrif bera þess vitni að Sigurður
hafi verið vel liðinn og dáður af ýmsum þeim sem kynntust honum
og sú aðstoð sem hann naut frá vinum sínum bendir til að hann hafi
sjálfur verið vinur í raun (sbr. Skúli Helgason 1971:122; Gísli Konráðsson
1948:39–41; Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:53–54).
Áfengisdrykkja Sigurðar
Sigurður drakk ótæpilega alla tíð. Á nútíma mælikvarða hefði hann vafa-
laust verið greindur alkóhólisti, enda lagði hann ýmislegt á sig til að
komast yfir brennivín. Líklegt er að áfengi hafi verið í hans nánasta um-
hverfi alla tíð, a.m.k. allt frá fyrstu unglingsárum þegar hann stundaði
nám hjá séra Gísla Ólafssyni á Helgafelli því þar var áfengi oft við hönd.
Þótt ekki liggi ljóst fyrir hvort Sigurður hafi bragðað áfengi sem ungur
drengur á Íslandi, þ.e. fyrir 16 ára aldurinn, má telja líklegt að áfengis-
vandamál hans hafi byrjað í fyrri dvöl hans í Kaupmannahöfn (Sverrir
Kristjánsson 1966:32). Helstu heimildir um drykkjuskap hans er sjálfur
skáldskapurinn og til að mynda sýna atburðir þeir sem Sigurður orti um
í DRAUGSRÍMU vel hversu langt hann var reiðubúinn að ganga til að fá
brennivín, auk þess sem þeir sýna hversu gamansamur og hrekkjóttur