Són - 01.01.2015, Side 20

Són - 01.01.2015, Side 20
18 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir hann gat verið. Þá hrekktu Sigurður og nokkrir félagar hans sam- býling sinn með draugagangi og bað fórnarlambið Sigurð um að kveða drauginn niður, enda taldi hann Sigurð vera kraftaskáld. Sigurður tók vel í það gegn því að fá nóg af brennivíni. Það var því mikil brennivíns- gleði það kvöldið en stuttu síðar voru Sigurður og félagar kærðir fyrir athæfið og dæmdir til að greiða fjögur ríkisbankamörk silfurs í sekt (Á.Ó. 1951:181–186). Eins og áður sagði drakk Sigurður frá sér það fé sem góðir menn höfðu útvegað honum til að nema lög í Kaupmannahöfn. Það ár sem Sigurður dvaldi í Kaupmannahöfn var Torfi Eggerz (d. 1836) nemandi þar og ritaði hann eftirfarandi í bréfi til bróður síns árið 1831: Breiðfjörð tók land í Kaupmannahöfn og sótti þegar á fund landa sinna uppá Regentse. Þar varð hann lítið hýr af víntári, féll nokkrum sinnum um í rennusteininn og fékk loks matrós til að fylgja sér heim þangað er hann hefur leigt verelsi. […] Fyrir skömmu gekk hann til beykisstarfa, en var rekinn burtu frá meistaranum eftir skamma dvöl fyrir drykkjuskap og slark. Nú hefur hann ásett að fara til Grænlands sem beykir, og samgleðjast menn Íslandi að það verði þá um stund og tíma frítt frá svoddan landplágu. (Hafnarstúdentar skrifa heim:50–51) Af þessu má sjá að drykkja Sigurðar vakti athygli; það er þó ekki einungis almenningsálitið þessi ár og hin síðari sem ber drykkju hans vott því til eru gögn frá landlækni um heilsufar hans. Árið 1842 var Sigurður dæmdur í fangelsi fyrir ávísanafals en í samráði við landlækni var fangelsis- vist hans frestað fram á vor vegna bágs heilsufars. Sigurður hafði lengi verið heilsulítill og í skjölum frá landlækni kemur fram að hann hafi þjáðst af því sem hann kallar niðurfallssýkisköst en lýsingin á köstunum bendir svo aftur til að hann hafi verið flogaveikur. Framan af mun hann helst hafa fengið köstin þegar hann var drukkinn en þennan vetur segir landlæknir að hann hafi hætt að drekka í stuttan tíma í senn en fengið köstin engu að síður (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:51). Þótt ekki verði um það fullyrt, minnir þetta óneitanlega á flogaveiki eða krampaköst af völdum óhóflegrar áfengisneyslu til langs tíma (Leach et al. 2012:48–51). Áfengisdrykkja Sigurðar hefur því haft víðtæk áhrif, bæði á heilsu hans sjálfs en einnig fólkið í kringum hann og þá sérstaklega Kristínu eigin- konu hans. Það kemur því ef til vill ekki á óvart að áfengi hafi verið Sigurði hugleikið í skáldskapnum, líkt og nú verður fjallað um.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.