Són - 01.01.2015, Side 25

Són - 01.01.2015, Side 25
„Berðu mér ei BlAndAð vín“ 23 skáldskapinn ber á góma. Þannig minnir önnur vísa fjórðu SVOLDAR- RÍMNA óneitanlega á stíl forvera Sigurðar: Ef ég smíða Austrafar Austri: dvergsheiti á sem prýði nokkur var vona ég blíðar verði þar við mig fríðu stúlkurnar.30 Í vísunni segist hann vona að stúlkurnar muni blíðkast takist honum að yrkja ágætar rímur og í líkingamáli sínu fylgir hann að öllu leyti í fótspor fyrri skálda, svo sem á borð við höfund LOKRA sem talar um að „reisa Fundings far“,31 en Fundingur er eitt hinna fjölmörgu dvergsheita sem rímnaskáldin nota í umræddum goðsagnakenningum. Á svipuðum nótum segir hann í SVOLDARRÍMUM: „Ef Suðra sláum saman skip“ og „Ég er […] nokkru nær / Norðra hró að byggja“ og á þar einfaldlega við að hann sé að yrkja.32 Oftar en ekki notar hann þó goðsögnina á annan hátt en hin fyrri rímnaskáld og liggur munurinn einna helst í því að hann á það til að tengja skáldskaparmjöðinn með afgerandi hætti við raunverulegt áfengi. Að auki gerir hann meira úr goðsögninni en þeir forverar hans sem hafðir voru til samanburðar, leikur sér með hana og spinnur jafnvel við hana.33 Eitt skýrasta dæmi þess að Sigurður líti á skáldamjöðinn og brennivín sem sitthvora hliðina á sama peningnum má finna í RÍMU AF ÞÓRÐI HRÆÐU. 30 Rímur af Svoldar bardaga IV 2 (Sigurður Breiðfjörð 1833:38). Fleiri sambærileg dæmi á nefna, svo sem Rímur af Högna og Héðni I 1 og II 1 (Sigurður Breiðfjörð 1971b:3, 10). 31 Lokrur II 2.1 (Finnur Jónsson 1905–1922 II:294). 32 Rímur af Svoldar bardaga V 2–3 (Sigurður Breiðfjörð 1833:48). Suðri og Norðri eru dvergsheiti, sbr. nmgr. 4. 33 Ómögulegt er að fullyrða að eldri rímnaskáld hafi ekki fjallað um mjöð á svipaðan hátt og Sigurður, þ.e. að gera lítinn sem engan greinarmun á skáldskaparmiði og áfengi til eigin nota, en slík notkun hefur ekki orðið á vegi greinarhöfunda. Svo mikið er víst að orðið „brennivín“ er sjaldgæft í rímum og samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskóla Íslands [arnastofnun.is/page/gagnasofn_ritmalssafn] kemur það ekki fyrir í íslensku ritmáli fyrr en um miðja 16. öld og er þ.a.l. eðlilegt að það komi ekki fyrir í þaðan af eldri rímum (sbr. Finnur Jónsson 1926–1928:126–128). Erfiðara er að fullyrða um yngri rímur. Á vefsíðu Braga [bragi.info] er að finna 31 rímnaflokk (sem samanstanda af 163 rímum) frá mismunandi tímum en í þeim kemur orðið „brennivín“ hvergi fyrir. Ekki er hægt að segja til um hvort skáld hafi getið um eigin drykkju með orðum á borð við „öl“ og „mjöður“, en ekki hefur tekist að finna dæmi um slíkt. Vera má að frekari rannsóknir leiði enn frekar í ljós hversu sérstök þessi notkun Sigurðar á skáldamálinu er, en til að komast að raun um það þyrfti að framkvæma mun viðameiri rannsókn en hér er gerð á rímum frá því eftir siðaskipti.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.