Són - 01.01.2015, Page 30
28 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir
gerir honum það ljóst að hann kunni ekki að meta nirfilshátt hans þegar
hann biður um smá slurk. Enn fremur staðhæfir hann að hefði hann
beðið Boga Benediktsson, frænda sinn og sýslumann, um sopa hefði það
gengið mun betur. Eins og gefur að skilja hefði sopi frá Boga ekki verið
skáldamjöður heldur brennivín og sýnir þetta enn og aftur hve lítinn
greinarmun Sigurður var farinn að gera á þessu tvennu.
Í RÍMUM AF LÍKAFRÓNI KÓNGSSYNI OG KÖPPUM HANS kollvarpar Sig urður
fyrri notkun sinni á goðsögninni með því að hlutgera sjálfan sig sem
skáldskaparmjöðinn sem menn dreyptu á í þeim tilgangi að njóta skáld-
skapar hans:
Eg var mjaðar meinlaust ker,
Mr. Kvásers sæla,
dreyptu glaðir menn á mér,
merki eg það nú búið er.
…
Því fór illa það við sá,
þorði eg mér að líkja,
eg var drylla óðar smá,
sem aldrei fylla átti ná.42
Í seinni vísunni telur hann sig reyndar hafa gerst of djarfur með líkingu
sinni og segir örlög sín ætíð hafa verið þau að kerið myndi aldrei fyllast,
sem mætti túlka á þann hátt að honum hafi aldrei verið ætlað að verða
það skáld sem hann óskaði sér. Sigurður finnur fyrir breyttum tímum og
ekki er ólíklegt að mansöngurinn litist af veraldlegum erfiðleikum hans.
Á þessum tíma hafði hann nýlega reynt að fá leyfi yfirvalda í Reykjavík
til að flytja þangað en verið hafnað.43 Í gegnum ævina hafði hann verið
aufúsugestur á flestum þeim bæjum sem hann kom til (Jóhann Gunnar
Ólafsson 1948:52–54) en undir lok ævi sinnar þótti honum hann greini-
lega ekki jafn velkominn í Reykjavík og oft áður. Má vera að drykkja
hans og prettir á borð við minni háttar fjársvik og ávísanafals hafi haft
þar nokkuð að segja. Auk þess fór heilsu hans ört hrakandi og ekki
ólíklegt að Sigurð hafi grunað að rímnaflokkur þessi yrði svanasöngur
hans, líkt og raun varð á. Því þarf ekki að koma á óvart sú löngun sem
42 Líkafrónsrímur VII 8, 10 (Sigurður Breiðfjörð 1843:46).
43 Það leyfi fékkst raunar aldrei en þau hjónin fluttu engu síður til Reykjavíkur haustið
1842 (Jóhann Gunnar Ólafsson 1948:50).