Són - 01.01.2015, Page 34
32 Arndís HuldA Auðunsdóttir og AðAlHeiður guðmundsdóttir
Sigurður breytir út af hinni hefðbundnari notkun rímnaskálda í því
hvernig hann tvinnar saman áfengi og skáldamjöðinn, þær veigar sem
honum virðast hvað lífsnauðsynlegastar. Í eldri rímum nota skáldin orð
á borð við mjöð og vín reglulega, en þá í samhengi við goðsögnina og
ekkert gefur til kynna að verið sé að vísa til raunverulegs áfengis. Í kveð-
skap Sigurðar er hins vegar annað uppi á teningnum þar sem mjöðurinn
flæðir í gegnum rímur hans jafnt sem hans eigið líf og blandast þar því
veraldlega áfengi sem Sigurður var háður og í raun má segja að hann
verði ekki síður háður skáldskaparmiðinum; á meðan andinn kallaði eftir
sopa af miðinum góða seildist líkaminn eftir sínu.
Ó P R E N TA Ð A R H E I M I L D I R
Arndís Hulda Auðunsdóttir. 2015. „Lítil sköpun þroska nær“: Rannsókn
á mansöngvum Sigurðar Breiðfjörð. Ritgerð til MA-prófs í þjóðfræði.
Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
Eva María Jónsdóttir. 2015. „Óðar smiður þó annar fyrr, undan hafi hér
gengið.“ Grettisrímur frá 15., 17. og 19. öld. Ritgerð til MA-prófs í
miðalda fræði. Hugvísindasvið Háskóla Íslands.
P R E N TA Ð A R H E I M I L D I R
Á.Ó. Draugsmál Sigurðar Breiðfjörðs. 1951. Lesbók Morgunblaðsins, 1. apríl,
bls. 181–186.
Árni Böðvarsson. 1965. Brávallarímur. Útg. Björn K. Þórólfsson. Rit
Rímnafélagsins, VIII. Rímnafélagið, Reykjavík.
Björn K. Þórólfsson. 1934. Rímur fyrir 1600. Safn fræðafjelagsins um Ísland og
Íslendinga IX. Hið íslenzka fræðafjelag, Kaupmannahöfn.
Den norsk-islandske skjaldedigtning A I–II. 1967. Útg. Finnur Jónsson.
Rosenkilde og Bagger, Kaupmannahöfn. [Ljósprent af frumútgáfu frá
1912.]
Finnur Jónsson. 1905–1922. Rímnasafn: Samling af de ældste islandske rimer
I–II. Útg. Finnur Jónsson. Samfund til udgivelse af gammel nordisk
litteratur, Kaupmannahöfn.
Finnur Jónsson. 1926–1928. Ordbog til de af Samfund til ugd. af gml. nord.
Litteratur udgivne rímur samt til de af Dr. O. Jiriczek udgivne Bósarímur.
Carlsbergfondet, Kaupmannahöfn.
Finnur Sigmundsson. 1966. Rímnatal II. Rímnafélagið, Reykjavík.