Són - 01.01.2015, Síða 42
40 Þórður HelgAson
lofti. Hrynjandin tekur svo þátt í allri gleðinni þar sem skiptast á þrí-
liðir, tvíliðir og einliðir. Þannig má skynja leikinn:
hraður
hægir á
– stöðvast um sinn
aftur er brugðið á leik (o.s.frv.)
Helgi Hálfdanarson lætur ekki þar við sitja að dæma orðið vor, heldur
vindur hann sér að orðinu kona í íslensku og þykir ekki mikið til koma
og koma þar bæði sérhljóð og samhljóð við sögu:
Já, einhvern tíma hélt ég því fram, kannski í nokkrum hálfkæringi, að
íslenzkt orð, sem alls kostar samsvari danska orðinu kvinde, sé vand-
fundið. Einhver kann að segja, að þar sé ekki langt að leita orðsins
kona. Freysteinn Gunnarsson þýðir kvinde: kona, kvenmaður. En
hyggjum betur að. Kona getur þýtt eiginkona, en kvinde ekki. Það eitt
virðist setja hugtakinu kona nokkru hærri aldursmörk. Og þar leggjast
á eitt fjölmargar samsetningar af kona, sem væru óhugsandi af kvinde.
Svo er býsna mikill munur á svip þessara tveggja orða; hljómur þeirra
er harla ólíkur. Kona er fjarskalega einfalt orð og hreinlegt; það er
kyrrlátt og siðgott. Orðið kvinde er hviklátara, jafnvel ofurlítið léttúð-
ugra. Það fær svip af stuttu og snaggaralegu i-hljóði á undan hljóm-
miklu n-hljóði. Það er fjaðurmagnaður glæsileiki í orðin[u] kvinde;
það er danssveifla, sem ekki er í orðinu kona. Kvinde hefur jafnvel
nokkra kyntöfra, öllu fremur en kona, hefði ég nú haldið. Það er ekki
fyrr en í eignarfalli fleirtölu, að kona getur ögn brugðið á leik, ef í það
fer, svo sem fjölmargar samsetningar af kvenna- bera vitni; enda hefur
orðinu loksins þar áskotnazt nokkuð af náttúru hins danska orðs.
(Helgi Hálfdanarson 1998a:137–138)
Danski málvísindamaðurinn Kristoffer Nyrop segir frá því að eitt sinn
hafi sótt hann heim ungur rithöfundur til að ræða við hann um ýmsan
vanda tungumálins. Vandinn, sem hinn ungi höfundur vildi fá viðbrögð
Nyrops við, var þessi (þýðing mín):
„Sjáðu til, sagði hann, „þegar ég segi til dæmis mørk fæ ég strax til-
finningu fyrir einhverju myrku, einhverju svörtu, einhverju ógnandi
og óhugnanlegu. Annað orð gæti alls ekki haft sömu áhrif á mig.
Beri ég hins vegar fram orðið lys fæ ég allt aðra tilfinningu; fyrir mér
lýsir orðið upp og geislar. Vitaskuld er það ekki tilviljun að tvö orð
með svo ólíka merkingu fái svo ólíkt form, og einmitt form sem svo