Són - 01.01.2015, Síða 43
ljóðAHljóð 41
frábærlega henta innihaldinu. Fyrir mér eru mørk og lys harla góð
dæmi um hljóð sem mála og það er sannfæring mín að í dönsku sem
og öllum öðrum tungumálum sé að finna fjölda slíkra orða sem með
hljóðum sínum lýsa því sem þau standa fyrir.
(Nyrop 1932:1–2)
Þessi ungi maður, gestur Nyrops, er fulltrúi fjölda skálda, bókmennta-
og málvísindamanna og raunar miklu fleiri, sem í gegnum aldirnar hafa
reynt að greina fast samband orða og merkingar, og trúa að finna megi
náttúrulegt samband þar á milli og tilviljun komi alls ekki við sögu. Þau
vísindi eru enn við lýði en flestir fræðimenn hafa þó gert sér grein fyrir
að þau voru á villigötum. Um merkingar orða og hljóð gildir samningur
samfélagins, vani og hefð; öll hljóð hverrar tungu eru undir einum hatti
og geta komið við sögu í hvaða merkingu sem er.
Fyrrnefndur Nyrop færir okkur raunar annað dæmi, ákaflega lýsandi,
um það er ákveðið orð fær á sig óorð, og ræður því persónuleg afstaða.
Dæmið sækir Nyrop í Sólnes byggingameistara eftir Henrik Ibsen. Þar
greinir frá frú Aline sem án afláts talar um“pligt“ við Hilde – sem verður
til þess að Hilde fær ímugust á orðinu og segir við Sólnes: „Å, jeg kan
ikke udstå det stygge fæle ordet!“ Sólnes biður um skýringu þessa. Hilde
svarar: „Nei, for det høres saa koldt og spidst. Pligt – pligt – pligt. Finder
ikke De også det? At den ligesom stikker en?“ Af þessu dæmi má sjá að
Hilde eignar orðinu eins konar hljóðtáknlega eiginleika, runna af persónu-
legum rótum. Þetta þekkja sennilega flestir af eigin reynslu, ekki síst af
nöfnum einstaklinga (Nyrop 1932:14). Þetta sama dæmi notaði Andersen
í riti sínu, Kritik. Sprog og Litteratur, árið 1914 (Andersen 1914:49–50).
Því má svo bæta við að Nyrop greinir frá því að Dante dásamar orðið
amore sakir hljómfegurðar þess og Marteinn Lúther veltir því fyrir sér
hvort nokkurt tungumál heimsins geti boðið upp á fegra orð en liebe um
fyrirbærið ást. Nyrop skoðar hug sinn um danska orðið kærlighed – og
finnst ekki mikið til koma um fegurð þess! (Nyrop 1932:21–22) – og fellur
þar með sjálfur í gryfjuna djúpu sem hann hafði varað við. Bo fellur í gryfj-
una með honum og lýsir sig sammála: „Derimod har Nyrop Ret i, at Ordet
Kærlighed med dets skurrende Tungeods-r rent lydmæssigt ikke er noget
kønt Ord, som det burde være efter sit Betydningsindhold“ (Bo 1936:105).
Carl Viggo Meincke yrkir til Kaupmannahafnar og byrjar ljóð sitt þannig:
„København, København / der er klang af fest og glæde i dit navn“ („Der er
klang af fest og glæde i dit navn“ 2015). En ljóst er að þar býr annað að baki
en fegurð orðsins, rétt eins og hjá drengnum sem fyrir fegurðarsamkeppni
orðanna árið 2014 valdi orðið flugdreki sem fegursta orðið.