Són - 01.01.2015, Page 57
ljóðAHljóð 55
beitarhús í stórhríðum, standa yfir fé í brunarenningi, né heldur að
liggja úti á harðfenni og kala. Þá mundi hafa lagt kalda af kvæðum
hans, ef hann hefði sjálfur komist í þann krappa stað eða að verða
sjálfur:
»frosinn niður við mosa«.
Vera má, að þá hefði einnig heyrst kveða við í hörpunni hans um
rennidrif á fjöllum.
Jónas Hallgrímsson var sólskinsskáld og sumardýrðar.
»Dregur hver dám af sessunaut sínum«, segir máltækið. Það sann-
aðist á honum, að sumu leyti. Sumarnáttúran okkar var honum hand-
gengin og þess vegna varð sólskinsljómi yfir kvæðum hans og í þeim
»ilmur úr grasi«.
Þetta er fagnaðar efni; því að vér eigum nóg af »holtaþokuvæli« í
hendingum.
En ég hefði haft gaman af því, að Jónas Hallgrímsson hefði mátt
rísa upp úr gröf sinni og lifa hérna norðanlands árin 1880–1890 og vera
þá á tvítugsaldri – fara svangur í viðarmó á vordegi; heyskortur heima
fyrir og hafþök fyrir landi.
(Guðmundur Friðjónsson 1907:186)
Þetta er gamalkunnugt stef í umræðu um listir og menningu. „Hann
hefur aldrei migið í saltan sjó,“ er stundum sagt um þá sem komast hjá
lífsbaráttunni, njóta skólagöngu og þroskast því á annan hátt en erfiðis-
mennirnir sem eiga fárra kosta völ. Hér talar sem sé lítt (skóla)mennt-
aður bóndi og erfiðismaður um lærdómsmanninn sem kynntist ekki
lífsbaráttunni eins og hún var hörðust. Þessari lýsingu á ólíkum ævi-
kjörum lýkur Guðmundur svo: „Ef Jónas Hallgrímsson hefði verið alinn
upp við þann kost allan saman sem hér er nú drepið á – og ekki nema
drepið á, mundi þá hafa orðið sá Hulduljóða-bragur á skáldskap hans,
sem nú er, og varð í huga og höndum »listaskáldsins góða«? (1907:187).
Umfjöllun fræðimanna
Um gildi hljóða hefur lítt verið fjallað í ritum um skáldskap á Íslandi,
fræðiritum, kennslubókum eða bókmenntasögu. Þar hefur raunar komið
mest við sögu Helgi Hálfdanarson svo sem fram hefur komið og verður
nánar fjallað um hugmyndir hans og túlkanir síðar í þessari grein.
Óskar Halldórsson fjallar í riti sínu Bragur og ljóðstíll um hljómáhrif,
en þá eingöngu í tengslum við rím, braggildi rímsins, sem vissulega tak-
markar niðurstöðu hans eins og sést á umfjöllun hans um HVARF SÉRA