Són - 01.01.2015, Síða 58
56 Þórður HelgAson
ODDS FRÁ MILKABÆ. Þar velur hann þessar línur til greiningar á hlutverki
ríms og stuðla:
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
Hann segir réttilega: „Hér eiga rím og stuðlar ólítinn þátt í að blása inn
í ljóðið um hvarf Miklabæjarklerksins því andrúmslofti kvíða og óhugn-
aðar sem þar ríkir ofar öðru. Athyglisvert er m.a. að blástur s-hljóðsins
hvín í öllum rímatkvæðum“ (Óskar Halldórsson 1977:32). Hér má vissu-
lega bæta við hlutverki hv-hljóðsins (höfundur gerir greinilega ráð fyrir
hv-framburði í hvæstum og hvín), g-hljóðsins í faxi, s-hljóðsins sem
hvín ekki einungis í rímatkvæðunum, heldur einnig í nösum og slær og
hj-hljóðið í hjalla tekur greinilega undir með öðrum hvini í ljóðinu. St-
hljóðið í hvæstum, hestur, geystu, gjósta, hæstum og reistu, sem síðar verður
getið, skipta hér sköpum fyrir hljóminn.
Árið 1990 kom út kennslubókin Stíltækni eftir Kristján Eiríksson. Í
henni er kaflinn Stíláhrif hljóða, sem gerir orðanna hljóðan skil. Þremur
árum síðar hélt Kristján fyrirlestur í Háskóla Íslands um efnið og bætti
þar við miklu efni, ekki síst góðum dæmun. Einnig hefur dr. Kristján
Árnason fjallað um gildi hljóða, ekki síst hljóðgervi, í bók sinni Stíll
og bragur (2013:401–406) og auk þess bendir hann á margt gagnlegt
um hljóðin og virkni þeirra í ritinu Íslensk tunga I, t.d. um lit sérhljóða
(Kristján Árnason 2005:129–131). Höfundur þessarar greinar fjallaði
einnig í stuttri grein í Hrafnaþingi um hlutverk hljóða í dróttkvæðum á
ýmsum tímum (Þórður Helgason 2005).
Um hljóð
Ekkert hljóð málsins hefur í sér fólgna merkingu – eða hvað? Vangaveltur
um táknleg gildi einstakra hljóða eiga sé harla langa sögu í heims-
bókmenntunum og er enn ekki lokið og verður vísast seint. Kristján
Eiríksson segir um þetta efni: „Flestir munu geta fallist á að einstök
hljóð hafi sérstakan blæ og jafnvel merkingu í einhverjum skilningi.
Hins vegar er afar erfitt að festa hendur á slíku, einkum vegna þess
hvernig hljóðin tengjast í orðunum svo og vegna þeirra hljóðbreytinga
sem orðið hafa í tímanna rás“ (Kristján Eiríksson 1990:32).
Þetta eru orð að sönnu – en mörg skáld virðast hafa talið hljóðin
ein nægja til að flytja merkingu. Þannig var til dæmis um ýmis skáld