Són - 01.01.2015, Page 62
60 Þórður HelgAson
en augun brunnu
og úlfur þaut
og ormar kringum
mig smugu.
Við erum stödd á þeim stað ljóðsins þegar yndi drauma er farið; veru-
leikinn er allur annar og ógnvænlegri. Nú breytist allur andi ljóðsins; ný
hljóð taka við. Hér leika „dimmu“ og eða kringdu sérhljóðin og tvíhljóðin
meginhlutverk, u, o, ó, u, ú og ö, og taka undir örvæntingu ljóð mælandans
sem sér líf sitt taka stefnu í óefni. Auk þess eru horfin þau samhljóð
og samhljóðaklasar sem í öðrum erindum gerðu stemninguna ljúfa og
draumkennda. Til samanburðar er hér birt fyrsta erindi ljóðsins á meðan
lífið var indælt, og auðvelt er að heyra muninn. Þar leika samhljóðin
einnig veigamikið hlutverk; einkum ð og l (Snorri Hjartarson 19992:15):
Það gisti óður minn eyðiskóg
er ófætt vor
bjó í kvistum,
með morgunsvala
á sólardyr
leið svefninn ylfrjór
og góður
Í VEÐURVÍSUM Matthíasar Jochumssonar er lýst þremur veðrum, norðan-
byl, útsynningi og góðviðri og fær hvert veður sitt erindi. Ljóst er að í
lýsingu norðanbylsins og útsynningsins sitja ómstríðir samhljóðaklasar
í forsæti auk dimmra sérhljóða til að mála veðrin. Í góðviðrinu slær
Matthías á annan tón (Matthías Jochumsson 1956:490):
Brosir nú blíða,
því hásalur hríða
er hlývindi þveginn,
fjallstrindin fríða
og frjóangur hlíða
er fannstöfum dregin,
lágbyggðin lýða
við lagar-þröm víða
er ljósbifi slegin.
Þraut skal ei kvíða;
ef þú kannt að bíða,
skal þér batna treginn.