Són - 01.01.2015, Síða 66
64 Þórður HelgAson
Ákaflega erfitt er að meta muninn á sérhljóðunum í þessum tveimur
erindum og gildi þeirra fyrir hljóminn þótt finna megi mikinn mun
á honum við lestur. Því ráða samhljóðin sem styðja við bakið á sér-
hljóðunum. Í fyrra erindinu ráða indælir hljómar ríkjum að okkur finnst;
nd-hljóðið, undir, blundi, sprundi, undir; l-ið, raular, blundi, lognið,
ljúft, stilt; g-ið (önghljóð) vægt, þægt, hægt, fægt og m-ið raddað, draumi,
straumur, ymur.
Allt öðru máli gegnir með seinna erindið. Þar skipta aðblásnu hörðu
lokhljóðin tt og kk í sláttur, háttur, brátt, makka miklu máli og ljá
erindinu snerpu, fjör og hraða (raunar aðblásturinn að lokhljóðinu), s-in
koma til sögunnar með hvini sínum, sláttur, drósar, slags, stormur, fax,
blaks, r-in einnig, ein sér eða með öðrum hljóðum; dýrri, drósar, brátt,
Tröll…, stormur, ormur, knerrir, og að lokum g-in (önghljóð) í brags,
slags, fax og blaks. Lesandinn skynjar að miklu fer fram á sviðinu, fjör og
hraði, hávaði og stormur sem hvín.
a-ið getur orðið ansi kaldranalegt hljóð eins og sést í seinna erindi ljóðs-
ins í VETRAR-SMÍÐAR eftir Stephan G. Stephansson. Áhrifin magnast þar
sem rímið tekur undir. Vissulega hafa hörkuleg samhljóð einnig sitt að
segja, eins og sk, hr, kr. Kuldinn frá merkingu vísunnar dregur nattúr-
lega ekki úr (Stephan G. Stephansson 1953:77):
Skafnings afltök mitt úr mó
maldað hraflið krafla,
heild og kafla af hrærðum snjó
hlaða í skafla-gafla.
Samhljóðin
Oft setja samhljóðin meiri svip á ljóð en sérhljóðin og mála betur en
þau og veita meiri fyllingu. Það sem mestu máli skiptir, er að sam-
hljóðunum kemur, er röddunin, sem rýfur, ef segja má svo, hljóðmúrinn
sem önnur samhljóð setja um sig. Því er samhljóðum skipt í hljómendur
og hljóðleysingja og skilur röddunin milli flokkanna (Kristján Árnason
2005:162– 163). Hér verður staldrað við nokkur þeirra, ein sér og með
öðrum, þau sem þar skipta mestu máli.