Són - 01.01.2015, Page 67
ljóðAHljóð 65
Rödduð önghljóð og nefhljóð3
Önghljóðið ð
Rödduðu önghljóðin, hliðarhljóðið og nefhljóðin laða oft fram ákveðið
andrúmsloft textans. Þar eru að vísu ekki öll hljóð jöfn. Ljóst er að ð-ið
hefur mikið verið notað til að laða fram ljúfa stemningu. Albeck segir í
kaflanum Lydsymbolism í Dansk stilistik: „Digteren med musikalsk Øre
vil naturligt skildre det fredligt yndigt i mildtlydende Ord.“ Sem dæmi
þessa notar Albeck upphafslínurnar í ljóði Emils Arestrup, GUNNLØDE
(sjá Albeck 1973:140–141):
Jeg elsker den hvide,
Den blide Gunnløde,
Med Lokkerne bløde,
Med Nøglen ved side.
Albeck greinir ekki frá því nánar hver séu hin „mildtlydende“ hljóð,
en vafalítið er að þar er ð-ið (danska d-ið) meginvaldur. Áður hafði
Andersen bent á þetta ljóð Aarestrups um Gunnlød „som læses under
Ledsagelse af et sammenklingende Kor af røde og hvide, blide og bløde
og søde danske toner …“ en tilfærir tvö fyrstu erindi ljóðsins. Annað
erindi hljóðar svo:
Hun vugger paa Armen
Hun trykker til Barmen
De røde, de bløde
Smaarollinger søde
Andersen bendir á að útlendingur, sem heyrir farið með þessar tvær
vísur, „vil tro at høre en Række udtryksfulde Variationer over vort
nationale Schibboleth: Rödgrød með Fløde“ (Andersen 1914:54). Svo
náið tengjast hljóðin merkingu orðanna sem hýsa hljóðin.
3 Hér er fyrst og fremst fjallað um hin rödduðu hljóð, enda ljóst að þau bera hljóminn
betur en hin órödduðu – sem sjálfsagt geta á stundum skipt máli þótt erfitt geti reynst
að fullyrða um það. Stella Soffía Jóhannesdóttir bendir t.d. á ljóð Gríms Thomsen,
Á SPRENGISANDI, þar sem hún telur að þ-hljóðið endurtekna í „Þey þey! Þey, þey! Þaut
í holti tóa, þurran vill hún blóði væta góm“ noti Grímur til að „ná fram óhugnaði í
ljóðinu … Þ-hljóðið skapar í þessum ljóðlínum mjög kuldalegt og nöturlegt andrúms-
loft og lesandinn getur ekki annað en fundið til með skelkuðum ferðalanginum sem
heyrir hvæsið í tóunni“ (Stella Soffía Jóhannesdóttir 2007). Hér má sjálfsagt líta svo á
að þyturinn, sem síendurtekið þ skapar, sé hljóðgervingur.