Són - 01.01.2015, Page 68
66 Þórður HelgAson
Þessa sama eru mýmörg dæmi í íslenskum ljóðum og verða hér sýnd
nokkur þeirra. Þannig heilsar Guðmundur Guðmundsson nýjum degi í
ljóðinu DÖGUN (1. erindi) (Guðmundur Guðmundsson 1934b:89):
Ljúfur líður
léttur svali yfir vog og strönd.
Boðinn bíður
brúðfaðms sólar út við klappar-rönd
Ljóða kliður,
Fróða-friður
blessar yfir hauður mildri hönd.
Hér sjá ð-in að mestu leyti um kliðinn en ljóst er og að önnur önghljóð
koma mjög við sögu svo og l-ið í líður, svali, sólar, Ljóða, v-hljóðið í
ljúfur, yfir og klasarnir indælu (oftast) nd og ld. Einungis eitt hart lok-
hljóð kemur við sögu, k-ið í klappar. Tilfinning fyrir nýjum, góðum degi
er ljós.
Jón Trausti lýsir sólsetursglóðinni svo í ljóðinu KVELDLJÓÐ og þá á
ð-ið sem fyrr ekki illa við (Jón Trausti 1922:35):
Ó, þú sólsetursglóð,
þú ert ljúfasta ljóð,
og þitt lag er hinn blíðfara andi.
Þegar kvöldsólin skín,
finnst mér koma til mín
líkt og kveðja frá ókunnu landi.
Mér finnst hugsjónabál
kasta bjarma um sál,
gegnum bylgjur hins dýrðlega roða.
Eg geng draumum á hönd
Inn í leiðslunnar lönd,
þar sem ljóðdísir gleði mér boða.
Hér leikur ð-ið aðalhlutverk en sér til aðstoðar hefur það l-ið, sem er hér
mjög áberandi, og fleiri hljóð, svo sem nd.
Ljóðið SUMARNÓTT eftir Snorra Hjartarson er gott dæmi þess er höf-
undur lætur ð-ið undirstrika hina ljúfu stemningu ljóðsins (1992:34):