Són - 01.01.2015, Page 70
68 Þórður HelgAson
Nefhljóð: m, n, ng, ngj
Grímur Thomsen lýkur ljóði sínu HULDUR er storminum hefur slotað og
hljóðin eru að deyja út. Grímur notar nefhljóðin sem síðustu hljómana
í náttúrunni áður en þögnin breiðist yfir (Grímur Thomsen 1969:357):
Óm af heimi
galdurs geymir
gígjan þá,
dregur hann seiminn
djúpt í sjá,
treinist lengi
tón, og strengir
titra eftir á
dult í djúpi blá.
Hér kemur fram að rödduðu nefhljóðin, m, n og ng ná afar vel með
ei-hljóðunum að mynda lágan óminn (seiminn) sem eftir situr er
stormurinn tekur síðustu andköfin. Hér sem oft áður og síðar í þessari
grein rís spurningin um hljóðgervinga, til dæmis hvort m-ið síendur-
tekið í rímatkvæðum stuttra lína myndar hljóðgerving.
Í Biblíuljóðum II eftir Valdimar Briem er ljóðið PÁLL OG DÝFLYZU-
VÖRÐURINN. Þar er greint frá því er dýflyzuvörðurinn heyrir sér til
mikillar furðu að ómar berast frá fangageymslunni þar sem Páll situr.
Valdimar notar hér einkum m-ið, gjarna með ó-inu á undan og au-, til
að tákna hljóðið sem verðinum berst. Svo skammt er milli þessara hljóða
að þau nánast renna saman svo auðvelt er að skynja þau sem hljóðgervi
(Valdimar Briem 1897:381–382):
Líður mjer að eyrum ómur,
ei þó tómur klukkna hljómur;
róm ég heyri
miklu meiri:
mjög er sungið skýrt og hátt,
gegnum þögn og grafkyrrð nætur
gleðihljómur ómar sætur.
Er það draumur?
gleðiglaumur
gellur skýrt um miðja nótt.