Són - 01.01.2015, Page 72
70 Þórður HelgAson
Í STRENGLEIKUM XI Guðmundar Guðmundssonar leikur ng-hljóðið
aðal hlutverkið en nd tekur undir og l-ið auk ld í Huldu (Guðmundur
Guðmundsson (1934a:155):
Syngið, strengir, svellið, titrið,
syngið lengi, hljómið snjallt!
Blóm á engi, brosið, glitrið,
blómsveig tengið lífið allt!
Kysstu sól
hríslu og hól,
hlæið, fjólur yndisbláar!
Huldu smá,
björt á brá
barnsins þrá eg vek þér hjá, –
opna grábergs hallir háar!
Hlustið til,
hér eg vil
hefja fjölbreytt strengjaspil!
Undir tekur enginn,
einn eg hræri strenginn!
nd-hljóðið virðist á stundum vera notað til að undirstrika golu eða hægan
vind. Ljóðið Á VEG MEÐ VINDUM eftir Þorstein Valdimarsson virðist sýna
með nd- og ng-hljóðunum vindinn (1998:93–94):
Á veg með vindum
um víðan geim
á leið með lindum
langt út í heim!
yfir dali og hálsa,
yfir vötn og vengi
ber fuglinn frjálsa,
lengi lengi,
veg með vindum
á vængjum tveim,
leið með lindum
yfir laufgræn engi
langt út í heim –
ó, hver sem fengi
að fylgja þeim!