Són - 01.01.2015, Page 74
72 Þórður HelgAson
Það er síður en svo íslenskt einkenni að nota nd- (og ld-hljóðin) til
að túlka hina indælu tóna eða létta vinda. Oehlenschläger beitir þessu
mikið með góðum árangri í FREYJAS ROK (Oehlenschläger 1926:3):
Og mens den tindrer med venlig Ild,
Du deilig mild,
Med runde Fingre, den Silke spinder,
Som du om Rosenkiederne binder.
Hvormed du yndig og elskovsvarm,
Med din fulde sneehvide Arm
Slynger Yngling og Pige Barm til Barm.
Robert Pinsky greinir frá því að bandaríska skáldið Wallace Stevens
beitir nd- og ld-hljóðunum í ljóði sínu THE SNOW MAN, vísast til að mála
vindinn á sviðinu. Þar sjáum við eins og gegnumgangandi stef: mind,
cold, behold, sound, wind, sound, sound, land, behold. Auk þess notar hann
í fyrsta erindi (af fimm) st-hljóðið (sjá síðar hér), sem enn eykur á til-
finningu hörku og blásturs: must, frost, crust (sjá Pinsky 1998:85−86).
Hliðarhljóðið l
Ágústa Ósk Jónsdóttir sendi frá sér ljóðabókina Undir berjabrekku árið
2014. Þar er ljóðið NÖFN þar sem Ágústa telur upp nöfn á stöðum sem
henni eru hugleiknir. Í fyrsta erindinu segir (Ágústa Ósk Jónsdóttir
2014:28):
Land þarf að heita
ljúfum nöfnum.
Nöfnum sem hvísla,
nöfnum sem tala.
Lágu-Bakkar, Langimór og Lómatjörn.
Það er ekki tilviljun að Ágústa velur nöfn sem byrja á l-i sem hafa eig-
inleikana sem hún lýsir. Líkt og ð-ið fær l-ið það hlutverk oft að miðla
lesanda ljúfum tónum.
Kittang og Aarseth gefa l-inu einkunnina „flytende“ (1968:124) sem
getur átt ágætlega við. Þannig hefst LÆKURINN OG FJÓLAN Steingríms
Thorsteinssonar á lýsingu umhverfisins (Steingrímur Thorsteinsson
(1910:107–108):