Són - 01.01.2015, Page 77
ljóðAHljóð 75
Hvíldin í veldi himins ljóðakliðar
hreimglaðri sál er þægust dægur löng.
Dýrð er á foldu. Heiðljós Huldulanda
heillandi skýrast undir sólarlag.
Hólar og drangar allir opnir standa,
eldarnir skuggum breyta' í ljósan dag.
Hreimþrunginn leiðir yl af helgum anda
andvarinn blíði' um hlíð og lautardrag.
ld-hljóðið er eins og í þessu dæmi mjög víða látið vinna með nd- og
ng-klösunum og mynda þau öll saman þann mjúka blæ sem einkennir
ljóðið. Hér á eftir fer fimmta erindi Matthíasar Jochumssonar um Jónas
Hallgrímsson í samnefndu ljóði frá árinu 1905 (Matthías Jochumsson
1956:117):
Hugljúfa skáld! Hve töfrar oss þín tunga,
með tignarmildan, engilfagran hreim!
Hve fagurt dillar ljúflingsljóð þitt unga,
og landsins Hulduspil í strengjum þeim!
Þú varpar frá oss víli, neyð og þunga
og vekur hjá oss nýjan sólarheim.
Hugljúfa skáld, í munarmildum tárum
vér minnumst þín að liðnum hundrað árum.
Fallega lýsir Matthías líka Sjálandi í samnefndu ljóði sem er hrynhent og
hljóðin njóta sín þar vel í hendingunum. Hér er fyrsta og síðasta erindi
ljóðsins. nd, ng og ld leika hér aðalhlutverkin í útmálun hins indæla
lands auk þess sem hljóðin lm mýkja enn blæinn auk annarra hljóða, svo
sem ð, l og s (Matthías Jochumsson 1956:531-532):
Brosa lönd á báðar hendur,
bundin ljúft af eyjasundum;
tindra vötn, en lyfta landi
lauftré nóg í Danaskógum.
Ljóðadís, sú listasmíði!
langar mig á hæð að ganga,
þar sem borgarhjálm á hólmi
hilmir girti rós og ilmi.