Són - 01.01.2015, Page 80
78 Þórður HelgAson
Hvín reginhvellur,
er fjúkstormur fellur
úr fjallsalnum auða;
gnötra grjóthellur,
er gnýbylur svellur
um grænbreiðu sauða;
kemur hásmellur,
er kastvindur skellur
á kotbæi snauða,
hreggþruma bellur,
en hræðast glysþellur
hins helkalda dauða.
Einar Benediktsson beitir þessu skellihljóði í HVARF SÉRA ODDS FRÁ
MIKLABÆ í lýsingu þess er hestur Odds hleypur heim án knapa síns;
hófatökin heyrast glöggt (Einar Benediktsson 1945a:115):
Vafið af afli að kviði knýr
keyri úr sporum nötrandi dýr.
Duna dynkir í svellum.
Vofan glottir og víkur á snið
úr vegi, en flýjandi gellur við
hlátur í hófaskellum.
Ekki er annað að sjá en Bólu-Hjálmar nái vel þeim tryllingi tímans sem
hann lýsir í ALDARHÆTTI. Þar lætur hann í tveimur erindum dl-hljóðin
taka undir með ósómanum og einkenna hann (Hjálmar Jónsson frá Bólu
1949a:21):
Öld óðum spillist, Heiminum hallar,
svo allmargur tryllist, því hugprúðir falla
en aðrir sárkveina, og hrindast úr sæti,
glæpaleið gyllist, flýr dyggð til fjalla,
því víst margur villist svo finnst guðs barn varla
um veröld óhreina, né friður ágæti,
ágirnd ei fyllist flærðar-skyn-galla
en örlætið stillist, þeir kurteisi kalla
það allflestir reyna, og kært eftirlæti,
guð boð ei grillist, til og frá svalla
um heiminn eg hryllist og tálbrögðin bralla
að hugsa alleina. á tvöföldum fæti.