Són - 01.01.2015, Page 86
84 Þórður HelgAson
Og loks um siglingar (1948:172):
Fákur dúka fram réð strjúka, en Formáðs arfi
tók að rjúka ramur í starfi;
rastir fjúka, þusti karfi.
Þeysti beztur þilju hestur um þorpið rennda;
við Spanía vestur ljúfir lenda,
lýðurinn flestur fékk þá kennda.
Bjarni Jónsson Borgfirðingaskáld og Hallgrímur Pétursson láta st-
-hljóðið í Rímum af Flóres og Leó mála ferð á hesti og raunar angist
móður eftir að ljón hefur rænt barni hennar (1956:47):
Beizlar hest, á bak fór hún með hasti.
„Gæfi það guð,“ kvað gullskorð tvist,
„getir ég ljóni náð sem fyrst.
Í Rímum af Hænsna-Þóri Sveins lögmanns Sölvasonar og Jóns Þorláks-
sonar er þessi vísa er lýsir ástandi þegar ófriðlega horfir og virðist þar
st-hljóðið eiga vel við (1919:88–89):
Hann þá riðinn var að vist,
vex nú kliður nógur fyrst,
hægð og friður haggaðist
um héraðið á bast og tvist.
Í Svoldar-rímum Sigurðar Breiðfjörð segir svo í 33. og 35. vísu 4. rímu er
orrustan er í hámarki (Sigurður Breiðfjörð 1908:38):
33. Sterkir lustu stafnbúar, 35. Hann þar fyrst í stafni stóð
starblinds brustu hempurnar, sterkur hrissti vopnin góð,
högg-orustu háðu þar úlfurinn þyrstur er í blóð,
harðfengustu kempurnar. eggin risti hvern þar stóð.
Í báðum vísunum taka ljóðstafirnir st- vel undir.
Þannig hefst níunda ríma (að mansöng loknum) Rímna af Reimari og
Fal enum sterka eftir Hákon Hákonarson þar sem orrustu er lýst (Hákon
Hákonarson 1906:42):
Brast þar mönduls-borða-hest
byrst sem öldin nálægðist,
vastur rómu magnast mest,
mistri brands fékk yfir-lyst.