Són - 01.01.2015, Page 87
ljóðAHljóð 85
Dristugt flokkar fengu þust,
fast í helju margur batzt,
hrisstist jörð við geira-gust,
gnast á röndum stálið hvasst.
Jón Thoroddsen kveður þessa vísu í ljóðinu Á SIGLINGU og lætur st-hljóðin
hljóma með öðrum, til dæmis aðblásnu lokhljóðunum í blakkmar og
sprakki, sem enn styrkja siglinguna í góðum byr (1919:93–94):
Sjá mant reyk of rjúka
ríðum hvast, þars basta
bikaðra sveittum búki
blakkmar hleypur, sprakki!
Hest látum hvatan rasta
hælum sparka úfælinn
Ránar tún, og renna
rostúngs á veg kostum.
st-hljóðið virðist svo sem fram hefur komið falla vel að ferðum á hestum,
ekki síst hraðferð þar sem mikið gengur á. Kvæðið JÓDYNUR eftir Halldór
Helgason er e.t.v. besta dæmi þess hvers st-hljóðið er megnugt. Ljóðið
verður í heild eitt hljóðgervi en segja má að hér sé á ferðinni meiri íþrótt
en skáldskapur (Halldór Helgason 1925:34–35):
Hestur fyltur hreysti Fast með fjalla-burstum
hristir fax og tvístrar flyst hún – bergmálsraustin,
gneistum út í gjóstinn yst að hálsa óstum
geystan, svalan, æstan, austur bæði' og vestur.
ristir ása-rastir, Vistað bjarg í bresti
rúst og móa-hrjóstur, besta missir festu.
kreistir lyng og kvisti Hlustar hulda' í kasti.
– kyst er fold með hasti. Hósta vættir leystar. –
Leystur undan lasti,
lostinn keyri glæstu
skýst sem logum ljósti
lista-skeiðs á kostum;
þústast búkur þrýstinn,
þorsti' í kverkum gistir;
blístrar nös, en brjóstið
blástrum frá sér gustar.