Són - 01.01.2015, Side 88
86 Þórður HelgAson
Bólu-Hjálmar lýsir gæðingnum Hasti þannig í ljóðinu HESTARNIR Í
HARÐ INDUM og nýtir sér nafn hans í leiðinni (Hjálmar Jónsson frá Bólu
1949b:137):
Hastur fær af hungri köst,
hristir af sér élin byrst,
kastar hóf um klakaröst,
kvistar hjarn af matarlyst.
Þetta er ekki lítil tónlist enda taka margir aðrir tónar undir.
Það sýnist og augljóst að Hjálmar beitir st-hljóðinu í rímum sínum
þegar lýst er sjóferðum. Þetta kemur vel fram í Göngu-Hrólfs rímum.
Hér birtast fjögur dæmi þess, hið síðasta samið af mikilli íþrótt enda
síðasta erindi rímu og þá reyndi gjarna á bragsnilld höfundar (Bólu-
Hjálmar 1949c:27, 28, 29, 63):
Sörli hreysti sína meir vill prófa, Nú að austan æfur þeysa gjörði
burt í Eystra-siglir salt, Sörli hraustur siglu mar,
sverði reistu fórnir galt. sér hann flaustur Hálfdanar.
Á einu hausti heldur Sörli sterki Flaustur Vestra flyst í naustið fast að gista
djarfur austan Danmörk að, kostað sest af köstum rasta,
digurt flaustur kólgutrað. kreist í gusti Mistar hasta.
Sigurður Breiðfjörð lét ekki sitt eftir liggja. Hér er dæmi úr Gísla rímu
Súrssonar, nú um ferð á hestum (Sigurður Breiðfjörð 1908:40):
Góðan hest fær garpur hrestur
gríms á kvinnu skjótleikinn,
ríður mest, sem má hann vestur,
og mætan finnur bróður sinn.
Valdimar Briem leikur sama leikinn og Halldór Helgason, að láta
st-hljóðið leika aðalhlutverkið í erindi, tvítekið í hverri línu, undir hryn-
hendum hætti. Ljóðið er LETRIÐ Á HALLARVEGGNUM. Þar lýsir Valdimar
ófriði og er ekki annað að sjá en þar eigi klasinn vel við (Valdimar Briem
1896:368):
Heyrðist brestur hár í austur,
hjeraðsbrestur var sá mestur;
hristust múrar háir og traustir,
hraustar ruddust þjóðir austan;