Són - 01.01.2015, Page 89
ljóðAHljóð 87
þustu fram með feigðargjósti,
flestum ótti stóð af gestum;
fast þeir sóttu' að garði glæstum,
gnast svo heyrðist margar rastir.
Matthías Jochumsson fagnaði vel því landsfræga afreki Lárusar Rist
að synda yfir Eyjafjörð árið 1907 í ljóðinu ÞEGAR LÁRUS RIST SYNTI YFIR
EYJAFJÖRÐ. Allt myndmálið er stórbrotið. Rist er kvenhollur og kyssir
bæði Hrönn og Unni. Kerlingin Rán vill fá hann til fylgilags, en Rist
sleppur heill en kerling situr eftir með sárt ennið. st-hljóðið kemur mjög
við sögu og nafn söguhetjunnar verður þar ekki útundan. Hér eru birt
fyrstu tvö erindin (Matthías Jochumsson 1956:505):
Hljóp á sund fyrir sandi Lostug Rán sig reisti
(sárfegin varð Bára) reið og vildi neyða
þveran fjörð sá, er þorði rösk við rekkjugáska
þjóðum lotu bjóða. Rist hjá sér að gista.
Lék á löðri kviku En fullhuginn fella
lystugur sveinn og kyssti flagð nam skessubragði;
ýmist Hrönn eða Unni, heill komst hann frá trölli;
úrgum munni sem brunnu. hlumdi kerling og þrumdi.
Þannig tekur þetta st-hljóð þátt í atvikum þar sem ríkir hraði, hávaði,
óveður og bætir textann með þyti miklum; lesandinn skynjar að mikið
gengur á.
Davíð Stefánsson lýsir vorferð ungmenna á hestum í ljóðinu GEGNUM
VORSINS GRÆNU SKÓGA. Þannig er fyrsta erindið (Davíð Stefánsson
1995b:49):
Gegnum vorsins grænu skóga
geystum við á hvítum hestum,
áttum gull og gleði nóga,
græðikvist í hattinn festum.
Ung og heit við áfram þustum.
Undir dundi í skógarlundum.
Villtu ópi upp við lustum,
er við lundinn besta fundum.
Hér vinnur margt saman. st-hljóðið í geystum, hestum, -kvist, festum,
þustum, lustum, besta og áhrif þess leynir sér ekki; hér er gleði og hraði.
Einnig er ljóst að Davíð býr til sitt eigið hljóðgervi til að undirstrika