Són - 01.01.2015, Page 90
88 Þórður HelgAson
hraðann og hávaðann í 6. línu; Undir, dundi, lundum. Hannes Pétursson
tilfærir einmitt þetta ljóð í grein í Vísi árið 1964, að Davíð látnum, sem
dæmi um vorið, þessa „vígreifu árstíð“ „því ekkert íslenzkt ljóðskáld
gerði okkur flughraða hennar og sælu jafn nákomna; túlkaði nokkurt
íslenzkt skáld hraða hins hverfula andartaks með viðlíka góðum árangri?“
(Hannes Pétursson 1964:8).
Svo sem fram hefur komið beitir Einar Benediktsson st-hljóðunum
í HVARF SÉRA ODDS FRÁ MIKLABÆ til að undirstrika hrollkalda stemn-
ingu. Slíkt hið sama gerir Þorsteinn frá Hamri í ljóðinu HELVEGIR.
Segja má sem svo að í óbundnu ljóði verði meira mark takandi á slíkum
hljóðum en í rímuðu ljóði. Ljóðið er í tveimur hlutum og er sá síðari svo
(Þorsteinn frá Hamri 2004:30):
náhvítt andlit sem nístir sér gegnum þig
af hengifluginu, hestur þinn grár eins og nykur
heljarkulið lýstur þig eins og fnykur
drauga
Hér fær maður sömu tilfinningu og við lesturinn um hvarf séra Odds
frá Miklabæ.
Ekki er annað að sjá en Þorsteinn geri hið sama í ljóðinu HVAR, í
öðrum og þriðja hluta þess, er hann lýsir manni sem misst hefur allra
átta og er sleginn hrolli (Þorsteinn frá Hamri 2004:38):
…
Áttanna hef ég misst,
átta sem við mér brostu
í björtum dölum
á vordögum gleðigjörnum
nú gneista og hrökkva
úr skafli hverjum skrípildi …
Hvar mun eldur
á arni bjóða mér vist?
Þórarinn Eldjárn gerir einum þætti ævi Jóhannesar Birkiland skil í
ljóðinu TÍUNDI ÁGÚST NÍTJÁN HUNDRUÐ SJÖTÍU OG SEX, enskri sonnettu.
Tvíhendan í lokin lýsir lestarferð Jóhannesar í Vesturheimi og vart fer
hjá því að lesandinn, sem beitir innra eyra sínu, heyri lestarhljóðið í
endurteknum st-klösum (Þórarinn Eldjárn 2008:133):