Són - 01.01.2015, Side 95
ljóðAHljóð 93
Nú er ferðin fleygihörð, Margt þótt ami eg það finn
foldin tapast sýnum. opt á þessum vetri,
Er jeg að líða ofar jörð? að góður er hann Gráni minn,
Er jeg á Fálka mínum? getur engan betri.
Væn er sljettan, vel er rjett, Skulfu fell og skriða fjell,
vöðva þjetta hann stælir. skógar og vellir stynja,
Fálki á spretti flugaljett þegar hvellan hófaskell
fer hjá Grettisbæli. heyrðu á svellum dynja.
Ómstrítt
Stundum hafa menn skipt hljóðum í ljóðum í ómblítt og ómstrítt. Hið
ómstríða verður einkum til við það að ólík samhljóð rekast á svo að
myndun hljóðsins kostar töluverða yfirferð talfæranna; klasarnir str, spr
og skr eru myndaðir af þremur ósamstæðum hljóðum sem rekast á. Það
kemur ekki á óvart að í klösum, tveggja og þriggja hljóða, leikur r-ið
oftast mikið hlutverk. Hin ómstríðu hljóð eru einkum notuð þegar átök
eiga sér stað; manna, dýra, veðra o.s.frv. Stephan G. Stephansson leikur
sér að þessum klösum er hann málar undir hrynhendum hætti vetrar-
hörkuna í ljóðinu SKAMMDEGISFROST. Hátturinn magnar vitaskuld með
rími sínu áhrif hljóðanna (Stephan G. Stephansson 1954:226):
Utan-harka af eyðimörku
ísa-vetrar heim að setrum
brunar, myrkramorðum vönust
menn og fénað inni að brenna.
Frosnum hækli í kuldakræklu
kælir glóð í arinhlóðum,
spyrnir inni úr hverju horni
héluiljum gegnum þiljur.
Hér sjáum við hvernig klasarnir rk, tr, br, rkr, rð, fr, kl, kr og rn taka
undir með veðrinu.
Raunar á þetta við þar sem r-ið kemur við sögu með öðru sam-
hljóði á eftir ef hljóðin eru endurtekin. Þetta sést vel í rímunum þegar
sverð eru dregin úr slíðrum og orrustan hefst. Hér er dæmi úr Rímum
af Svoldarbardaga Sigurðar Breiðfjörð og rímið skipar þar stóran sess
(1908:40):