Són - 01.01.2015, Qupperneq 100
98 Þórður HelgAson
Ljóðið KRØBLING eftir danska skáldið Palle Jensen leynir á sér (sjá
Hansen og Steen 1981:33):
Hink
hink
honk
hinke, hænke, hank
hunk
illæ, illæ, hank
lakrimæ
lakrimæ
honk
Í fljótu bragði sýnist ljóðið svo sem ekki merkja neitt en heiti þess segir
sitt. Hér er vísað í latínu í upphafi og auk þess hinc illæ lacrymæ (því
þessi tár) rómverska skáldsins Terents. Við heyrum í ljóðinu hinn fatlaða
mann staulast áfram, reka tréfótinn í, hrasa, jafnvel detta. Vísunin sýnir
sálarkvalir mannsins.
Sérlega skemmtilegt er leikljóð Steingríms Thorsteinssonar, GAMAN-
VÍSUR VIÐ SLÁTT, þar sem orf og ljár ræða við hrífuna og ljær Steingrímur
þeim mál þar sem hann reynir að líkja eftir hljóðum orfsins, er það fellir
grösin til jarðar, og hrífunnar sem rakar töðunni saman (Steingrímur
Thorsteinsson 1910:105–106):
Orfið: Hönd, mig sveigðu hart og fast.
Ljárinn: Hví, hví, hví, hví, hví, hví!
Orfið: Dátt í mér nú dynur kast.
Ljárinn: Deyðum stráin, hví hví;
Heldur grænan hér eg slæ
En hangi í smiðju, hví hví!
Orfið: Sveiflast eg og sóma næ,
Segðu aftur: hví, hví!
Bæði: Gott er að segja hví, hví, hví!
Höndum vinnumannsins í.
Hrífa: Áður stóð eg upp við vegg,
Ekki sagði' eg: kra, kra!
Valinn sópar væn um legg
Vinnukonan, kra kra!
Hér í slægju heyrist raus:
Hví, hví, hví, hví, kra, kra!
Tæti ég með tentum haus
Töðugrasið, kra, kra.