Són - 01.01.2015, Side 101
ljóðAHljóð 99
Eftirtektarvert er einnig ljóð Steingríms, TÍ, TÍ, þar sem hann talar til
dóttur sinnar sem heyrir raunar önnur hljóð en faðirinn í hljóðum úrsins
hans (Steingrímur Thorsteinsson1910:193–194).
Úrið pabbans tí, tí, tí
Tístir þér við eyra;
Kvikt það tautar innan í,
Oft það viltu heyra.
Aldrei tístið í því dvín,
Aldrei tetrið þegir,
Oft um kvöld við átök mín
„Arr, arr, arr“ það segir.
Hver veit nema okkur í
Eitthvert gangverk skrítið
Undir kveði tí, tí tí,
Til þó heyrist lítið?
Barminn litla þreifðu' um þinn,
Þú mitt ljósið bjarta,
Undir titrar óróinn,
Er við köllum hjarta.
Úrið tí, tí iðjar sitt,
Áfram höggva og tifa,
Hratt slær tí, tí hjarta þitt,
Hlakkar til að lifa.
Gullinvængja iði á,
Óstöðvandi hraða,
Líður brátt og berst þér frá
Bernskutíðin glaða.
Yndið bezt, sem ann eg heitt,
Óskin mín er þessi:
Lífs þíns tí, tí öll sem eitt
Auðnan margföld blessi.
Hið saklausa, bjartsýna barn skynjar í úrinu hið bjarta og glaða hljóð, tí,
tí, en hinn fullorðni, sem stendur í átökum lífsins, heyrir hið hvimleiða
arr, arr, arr. Í lok ljóðsins óskar faðirinn þess að lífið kveði barninu hans
tí, tí allt til enda. Þetta er glæsileg notkun hljóðgervis.