Són - 01.01.2015, Page 140
138 Atli HArðArson
Myþistorima (Μυθιστόρημα) frá 1935 og þýðingu á Eyðilandinu eftir
T.S. Eliot sem út kom 1936. Fyrir þann tíma hafði Angelos Sikelianos
(Άγγελος Σικελιανός, 1884–1951) að vísu ort óbundin ljóð sem birt-
ust fyrir 1920 og suður í Alexandríu hafði Konstantínos Kavafis
(Κωνσταντίνος Καβάφης, 1863–1933) farið nýjar leiðir í skáldskap en
kvæði hans voru fremur fáum kunn fyrr en ljóðasafn hans kom út í
Aþenu árið 1935, tveimur árum eftir dauða hans.
Þegar AFNEITUN birtist í fyrstu ljóðabók Seferis, Strofi (Στροφή) árið
1931 hafði módernisminn sem sagt varla numið land á Grikklandi. Það
gerði hann í kringum 1935 og raunar með miklum glæsibrag því næstu
áratugi á eftir varð til mikið af stórkostlegum ljóðum á grísku. Sumt af
því var ort undir merkjum þess módernisma sem Seferis innleiddi og
dregur dám af skáldskap T. S. Eliot (1888–1965) og Ezra Pound (1885–
1972) en sumt sótti innblástur til súrrealismans sem rann saman við
gríska hefð hjá nokkrum af höfuðskáldum síðustu aldar. Þeirra kunn-
astir eru Andreas Embirikos (Ανδρέας Εμπειρίκος, 1901–1975), Níkos
Engonopoulos (Νίκος Εγγονόπουλος, 1907–1985), Oðysseas Elytis
(Οδυσσέας Ελύτης, 1911–1996) og Níkos Gatstos (Νίκος Γκάτσος,
1911–1992).1
Seferis hætti að þjóna gríska ríkinu eftir að herforingjar tóku völd
árið 1967 og þegar hann lést árið 1971 voru þeir enn við völd. Við jarðar-
förina safnaðist mikill fjöldi manna saman í Aþenu og söng AFNEITUN
við lag Mikis Þeodorakis (Μίκης Θεοδωράκης, f. 1925) og varð þessi
söngur, sem hafði þá um nær tíu ára skeið verið vinsæll og vel þekktur,
að sameiningartákni þeirra sem börðust gegn herforingjastjórninni. Nú
er þetta nánast annar þjóðsöngur Grikkja, a.m.k. þeirra sem hafa óbeit
á fasisma.
Þess má geta að tvö af vinsælustu tónskáldum Grikkja á síðustu
öld, þeir Mikis Þeodorakis og Manos Hgatsiðakis (Μάνος Χατζιδάκις,
1925–1994) hafa gert nútímaljóðlist að almenningseign með því að
semja vinsæla söngva við fjölmörg ljóð eftir höfuðskáld grísks módern-
isma. Kunnust eru líklega lög Þeodorakis við ljóð eftir Elytis og lög
Hgatsiðakis við ljóð eftir Gatsos.
En snúum okkur aftur að ljóðinu AFNEITUN sem hér er til umfjöll-
unar. Form þess er afar einfalt. Hrynjandin minnir á grískan alþýðu-
kveðskap með 15 atkvæða línum sem hér er skipt í tvennt eins og mjög
1 Þessi almenni fróðleikur um gríska bókmenntasögu er sóttur í Peter Levi 1972 og
Beaton 1994.