Són - 01.01.2015, Page 148
146 Þórður HelgAson
Man vil … have bemærket, at første og tredje Verslinie har Rim, anden
og tredje, imod alle Regler, intet. Det lyder som om en begyndte at
synge et sted ind i den tavse Skov, men hver Gang han vel havde
begyndt, holdt inde dermed af Frygt for at høre sin egen Stemme.
(Andersen 1944:349)
Ernst von der Recke, sem ekki var annars hrifinn af tilraunum skáldanna
með rímlausar línur, getur fellt sig vel við þetta ljóð Møllers og tilfærir
þetta erindi úr REVUEN sem dæmi og metur hlutverk rímsins í formgerð
ljóðsins:
Arme Daare! Slip du Haabets Anker,
Følg din Faders Fjed i Drømmens Rige;
Vistnok under Purpur Hjertet banker –
Fly til Tankens Ørn og Gravens Urner.
Det maa siges, at Experimenter af den Art, brugte en eneste Gang,
kunne være vellykkede, som i dette Tilfælde, hvor det Brudte og
Sønderrevne i Strophens Form, – Noget ved den, der fornemmes
som en uafbrudt kæmpende Kraft, taer ikke kan trænge igjennem,
– forunderligt illustrerer og smelter sammen med det Vilde og Haab-
løse i Digtets Stemning.
(Recke 1885:153)
Hans Brix segir um þetta ljóð og hlutverk hins sérkennilega ríms í því:
„En virkning af lignende Arttilstræber og opnaar Poul Møller, hvis Digt
handler om to højbaarne Elskende, hvem Skæbnen ikke tilsteder at for-
enes aldeles som om de var to Rimord, som af en streng Digter blev
forhindret i at mødes“ (Brix 1911:76).
Þannig kemur vel fram að þetta sérkennilega rím er ekki tilviljun
ein. Það hentar einmitt vel þegar væntingar og vonir manna bregðast,
eitthvað gengur ekki upp, samræmið fer forgörðum. Poul Møller notaði
þetta rím einungis í þessu eina ljóði og ekki er ólíklegt að Grundtvig hafi
kynnst því þar.
Grundtvig
Svo sem fram hefur komið og Fafner bendir á, notar Grundtvig þetta
rím í KIRKE-KLOKKEN og finnur að þar gegnir rímið, eða rímleysið, hlut-
verki. Recke leit hins vegar svo á að rímleysið í KIRKE-KLOKKEN væri
merkingar laust með öllu og aðvarar skáldin: