Són - 01.01.2015, Side 154
152 AnnA ÞorBjörg ingólfsdóttir
Það er því við hæfi að Són minnist að nokkru skáldkvenna sem voru
virkar í ljóðagerð árið 1915 með því að vekja athygli á skáldkonunum
Helgu Pálsdóttur og Guðrúnu Stefánsdóttur. Báðar minnast þær í
ljóðum sínum kosningaréttar kvenna árið 1915 þótt með ólíkum hætti sé.
Útgáfa ljóðabóka eftir konur í upphafi tuttugustu aldar
Umtalsvert færri ljóðabækur hafa komið út eftir íslenskar konur en
karla í gegnum tíðina og var sá munur ekki síst áberandi í upphafi tutt-
ugustu aldar. Á nítjándu öldinni komu út fimm ljóðabækur eftir jafn
margar íslenskar skáldkonur. Fyrsta ljóðabókin eftir konu kom ekki
út fyrr en árið 1876, það er bókin Stúlka eftir vinnukonuna Júlíönu
Jónsdóttur (1838‒1917) sem hún gaf út á eigin kostnað. Skáldkonan Ólöf
Sigurðardóttir frá Hlöðum (1857‒1933; Nokkur smákvæði, 1888) er líklega
þekktust þeirra skáldkvenna sem gáfu út sína fyrstu ljóðabók á nítjándu
öldinni.
Árið 1915 voru útgefnar ljóðabækur eftir konur orðnar sjö en skáld-
konunum hafði aðeins fjölgað um eina, voru nú sex. Í hópinn hafði
bæst þekktasta íslenska skáldkonan frá þessum tíma, Hulda (Unnur
Benediktsdóttir Bjarklind, 1881‒1946; Kvæði 1909). Áratug síðar, árið
1925, hafði ljóðabókunum fjölgað í þrettán en skáldkonurnar sem höfðu
fengið gefna út eftir sig ljóðabók voru þó aðeins tíu og segir það sína
sögu um aðstæður kvenna, möguleika og kjör. Meðal þeirra sem bættust
við var Theodora Thoroddsen (1863‒1954; Þulur, 1916).
Framangreindar upplýsingar er að finna í bókinni Stúlka – Ljóð eftir
íslenskar konur (1997) þar sem Helga Kress gerir grein fyrir rannsóknum
sínum á ljóðagerð íslenskra kvenna sem fæddar eru 1950 eða fyrr og gáfu
út sína fyrstu ljóðabók árið 1973 eða fyrr. Í bókinni er að finna frekari
upplýsingar um skáldkonurnar sem um ræðir, umfjöllun um ljóðagerð
þeirra og úrval úr ljóðum eftir þær. Þar er einnig skáldkvennatal með
nöfnum allra íslenskra skáldkvenna sem gefið hafa út ljóðabók frá 1876
til ársins 1995 og titlar bókanna.
Útgefnar ljóðabækur segja þó ekki alla söguna um ljóðagerð íslenskra
kvenna um aldamótin 1900 og fyrstu áratugi tuttugustu aldar, eins
og fram kemur í rannsóknum Helgu Kress. Ljóð eftir konur birtust
í nokkrum mæli í blöðum, tímaritum og safnritum. Ljóðabækur eftir
konur sem voru virkar í ljóðagerð á þessu tímabili hafa komið út allt fram
á þennan dag, löngu eftir að ljóðin voru ort og í sumum tilfellum eftir
lát skáldkvennanna eins og á við um þær Helgu Pálsdóttur og Guðrúnu
Stefánsdóttur. Þannig fjallar Helga Kress í rannsókn sinni um tólf konur