Són - 01.01.2015, Page 157
tvær skáldkonur 155
Að Mímis brunni mæt og hlý
mig ef til þín kallar,
fram skal telja Fljótshlíð í
forráðskonur allar.
(Bls. 85)
Helga byrjar yfirreið sína á innsta bæ í Fljótshlíðinni og vísurnar koma
um hverja húsfreyjuna af annarri eftir því sem ferðalaginu vindur fram
bæ frá bæ. Hún mærir þær, jafnt háar sem lágar, og hælir fyrir dugnað,
ósérhlífni og gáfur, einnig fyrir að vera góðar við þurfandi og bera sig
vel þrátt fyrir fátækt, sorgir og erfiðleika. Í bókinni hefur verið bætt
við nánari upplýsingum um viðkomandi konur. Hér á eftir fara vísur
um nokkrar húsfreyjurnar en til skýringar fylgir einungis fullt nafn með
fæðingar- og dánarári, sem og bæjarnafn:
Margrét Árnadóttir (1850−1940) á Barkarstöðum
Barkarstaða húsfrú hýr,
til hverrar snauðir vona,
Margrét heitir dyggða dýr
dáfríð sómakona.
Fátækir þar finna skjól,
fyrnast raunastundir,
blessi Drottinn baugasól
brekkum Hlíðar undir.
(Bls. 85)
Elínborg Ólafsdóttir (1878−1970) í Hellishólum
Ung bústýra Elínborg
auðar- ber af -sólum,
hún þó marga hafi sorg
Hellis- reynt í -hólum.1
Siðug, kurteis seimarún
síst um vini breytir,
systurbörnum sínum hún
sannar tryggðir veitir.
(Bls. 89)
1 Í þessari vísu hefur bandstrikum verið fækkað hér miðað við það sem er í prentuðu
útgáfunni.