Són - 01.01.2015, Side 180
178 mikAel mAles
til að bera að vera eins mikill Snorri og hægt er án þess að vera þó
hann, heldur á hann jafnframt eitt sameiginlegt með höfundinum, sem
Snorri á ekki, og reyndar ekki heldur aðrir sagnahöfundar. Bæði Ólafur
og höfundur inn hafa einstaklega mikinn áhuga a rúnum. Ef við gerum
ráð fyrir Ólafi eru tímamörkin nokkuð þröng frá því hann kemur heim
frá Noregi 1241 eða 1242 uns sagan á að hafa verið samin, en það er
nokkuð ólíklegt að hann myndi hafa samið hana fyrr. Ég held samt að
þetta skipti vart miklu máli um líkindi þess að hann sé höfundur; Egla
er tæpast margra ára verk.
Snorri fór út til Íslands árið 1239 í banni konungs. Þar á eftir sendi
konungur bréf, þar sem hann bað Gissur Þorvaldsson að stefna Snorra
utan eða drepa hann ella. Þessu öllu lyktar með vígi Snorra í Reykholti
rúmlega tveimur árum eftir heimkomu hans. Ólafur hlýddi hins vegar
konungsboði og kom svo út að Snorra, ástkærum föðurbróður sínum,
látnum. Mér þykir líklegt að hann hafi í kjölfarið skrifað þá sögu sem
er gagnrýnust á konungsvald af öllum Íslendingasögum og sem fjallar
um hið mikla skáld frá Borg.12 Samkvæmt þessari skoðun er Snorri ekki
höfundur Eglu, heldur er hann hetja hennar.
H E I M I L D I R
Björn M. Ólsen (útg.). 1884. Den tredje og fjærde grammatiske avhandling i
Snorres Edda tilligemed de grammatiske avhandlingers prolog og to andre
tillæg. Skrifter 12. Samfund til Udgivelse af Gammel Nordisk Litteratur,
Kaupmannahöfn.
Egils saga Skalla-Grímssonar. 1933. Sigurður Nordal gaf út. Íslenzk fornrit II.
Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík.
Finnur Jónsson. 1884 [2006]. Kritiske studier over en del af de ældste norske og
islandske skjaldekvad. Ljósprent af doktorsritgerð frá Hafnarháskóla 1884.
Adamant Media, London.
The First Grammatical Treatise. Introduction: Text, Notes, Translation,
Vocabulary, Facsimiles. 1972. Hreinn Benediktsson gaf út. University of
Iceland Publications in Linguistics 1. Institute of Nordic Linguistics,
Reykjavík.
12 Jónasi Kristjánssyni (2015:55–57) fannst líklegt að Snorri myndi hafa skrifað Eglu á
eftir Heimskringlu, þegar hann var kominn heim frá Noregi, einmitt af því að viðhorf
til Noregskonungs er svo dómhart í Eglu.