Són - 01.01.2015, Page 183
Bjarki Karlsson
Hugbót að guði gengnum
Þrátt fyrir yfirskrift þessa greinarkorns er markmiðið ekki að lýsa yfir and-
láti almættisins. Hinu verður þó vart neitað að á undanförnum árum hafa
æ fleiri Íslendingar, hver fyrir sitt leyti, gengið frá guði. Tölur Hagstofu
Íslands sýna fram á mikla fjölgun þeirra sem kjósa að standa utan trúfé-
laga eða ráðstafa sóknargjöldum sínum til veraldlegra lífsskoðunarfélaga.
Í ársbyrjun 1998 höfðu 9130 þá stöðu, eða 3,4% þjóðarinnar. Sautján
árum síðar var fjöldinn kominn upp í 42737, eða 13%, rúmlega áttundi
hver maður. Eru þá ótalin þau 7% sem fylla flokkinn ótilgreint.1
Nú er opin ber skráning í trúfélög ekki fullkomin heimild um trúar-
hugmyndir þjóðarinnar en þetta mikil og hröð þróun á stuttum tíma
og vitnisburður um miklar samfélagsbreytingar. Þær er vert að setja í
samhengi við það að öll verðum við fyrir áföllum á lífsleiðinni, sumum
þungum, jafnvel óbærilegum, og þá hafa menn löngum sótt sér hugbót
í þá áfallahjálp sem vel kveðin og viðeigandi ljóð geta verið og eru. Við
eigum ókjör af góðum og fallegum hugbótar kveðskap en hann er að
stærstum hluta trúarlegur; ákall til guðs, lofgjörð um mildi hans eða
annað guðsorð. Slíkt veitir vel þeim sem trúa en hrekkur harla skammt
fyrir tugþúsundirnar sem sjá engan eðlismun á guði og t.d. Batman sem
hætt er við að stoði lítt að leita til í raunum sínum, ef maður trúir því
ekki innst inni að þessar almáttugu ofurhetjur séu til í alvörunni og
heyri í manni. Því hlýtur hin mikla fjölgun verald lega þenkjandi fólks að
skapa þörf fyrir hugbótarkveðskap án guðs. Þessari þörf sýnist mér lítt
hafa verið mætt til þessa (með fyrirvara um það sem mér kann að hafa
1 Tölur sóttar á vef Hagstofu Íslands.