Són - 01.01.2015, Page 184
182 BjArki kArlsson
yfirsést) en veit til þess að gjarna hefur verið leitað að fallegum söng- eða
dægurlögum til að nota í sálma stað, t.d. við útfarir, jafnvel kirkjulegar.
Oftast finnur fólk eitthvað sem því þykir hæfa og hjálpa en eftir sem
áður hefur vantað eitthvað sem kalla mætti „veraldlega sálmabók“. Slík
bók mætti einnig innihalda ljóð um gleði og tímamót þó að þörfin fyrir
sáluhjálp hljóti að vera brýnust.
Á þessum skorti varð ánægjuleg breyting á árinu 2015 þegar ljóð-
skáldið góðkunna, Kristján Hreinsson, sendi frá sér bókina Verði ljóð.
Fyrr á árinu hafði skáldið sagt frá henni og lesið úr henni á málþingi
Boðnar og notaði þar orðið „sálmabók“ um rit sitt. Á baksíðu segir:
Þegar við skoðum lífshlaupið komumst við óhjákvæmilega að því að
sumt í lífinu er okkur dýrmætara en annað. Samskipti okkar við það
fólk sem er okkur kært hljóta þar ávallt að standa upp úr. Þau gildi
sem eru okkur mikils virði hafa þannig djúpstæðar rætur í samhug
sem við sýnum í verki, í kærleika sem við sýnum hvert öðru og um-
hyggju sem við þráum að veita. Í þessum orðum sjáum við tilgang
lífsins.
Bók þessi er tileinkuð jarðvegi fegurstu gilda, þar sem dygðir vaxa
og dafna, þar sem það að gefa og þiggja er lagt að jöfnu, þar sem
kærleikurinn skín.
Það hefur vafalaust mótað verkið, og Kristján sjálfan sem skáld, að á
meðan hann samdi bókina stundaði hann meistaranám í heimspeki við
Háskóla Íslands. Auk kærleiksins er það siðfræðiorðræða heimspekinnar
sem einkum fyllir í eyðurnar sem guð skilur eftir sig. Guð er raunar ekki
með öllu fjarverandi í bókinni enda er hún ekki hugsuð sem vantrúarrit.
Orðið „guð“ kemur fyrir, þó ekki oft, og englar hafa ratað í nokkur ljóð-
anna. Í ljóðinu DÚFA er talað til látins ástvinar sem kunni að „flytja boð
frá æðsta undramætti“. Í kvæðislok segir ljóðmælandi að englasöngur
sem eyðir sorgum fái senn að rjúfa þögn og bætir við: „því núna ertu
frjáls og falleg dúfa“ (bls. 76).
Þrátt fyrir að þarna séu á sveimi þekkir kunningjar úr biblíunni,
dúfa, englar og æðsti undra máttur, rúmast ljóðið varla innan kristilegrar
kenningar sem þrátt fyrir nokkurn sveigjanleika getur tæplega fallist
á að manneskja endurholdgist sem dúfa. Hér er nærtækara að ætla að
hinn æðsti undramáttur reki ættir sínar til þess Æðri máttar (e. Higher
Power) sem tólf spora kerfi AA-samtakanna (og annarra sambærilegra
sjálfshjálpar kerfa) hverfist um og hverjum og einum er frjálst að skilgreina