Són - 01.01.2015, Page 188
Óðfræðifélagið Boðn
Annáll ársins 2015
Aðalfundur Óðfræðifélagsins Boðnar var haldinn 18. febrúar 2015 í Esperantohúsinu
að Skólavörðustíg 6b og hófst kl. 17. Þórunn Sigurðardóttir, formaður Boðnar,
setti fund og skipaði Helga Skúla Kjartansson fundarstjóra og Önnu Þorbjörgu
Ingólfsdóttur fundarritara. Annáll ársins 2014 var lesinn upp, en hann er prent-
aður í Són 2014, bls. 191‒192. Bjarki Karlsson, gjaldkeri félagsins, sagði frá tilurð
Boðnar og fjárhagslegum tengslum við tímaritið Són, sem nú er komið á fast
form í nýtt og löggilt bókhaldskerfi. Lagði hann fram reikninga sem voru sam-
þykktir með fyrirvara um undirskrift skoðunarmanna reikninga, sem ekki hafði
gefist ráðrúm til að afla fyrir fundinn. Í stjórn voru endurkosin Helgi Skúli
Kjartansson og Þórunn Sigurðardóttir. Katelin Parsons gekk úr stjórn en í stað
hennar var kosin Alda Björk Valdimarsdóttir. Varamenn voru kosnir Kristján
Eiríksson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Sjálfkjörnir í stjórn eru ritstjórar Sónar
og Braga óðfræðivefs. Þau eru: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, Haukur Þorgeirsson
og Bjarki Karlsson. Skoðunarmenn reikninga voru kosin Kristján Árnason og
Rósa Þorsteinsdóttir. Að loknum kaffiveitingum flutti Kristján Eiríksson erindið
„Um Braga óðfræðivef“. Í erindi sínu fór Kristján yfir hugmyndir sínar að framtíð
Braga, brýnustu verkefni, fjármögnun og samstarf við aðra vefi og gagnasöfn.
Hinn 17. apríl 2015 var hið árlega Boðnarþing haldið í húsnæði Ásatrúarfélagsins
að Síðumúla 15. Þingið hófst kl. 13.00 og því lauk kl. 15.30. Ráðstefnustjóri var
Þórunn Sigurðardóttir. Fluttir voru fjórir fyrirlestrar auk þess sem ljóðskáldið
Kristján Hreinsson kynnti eigin ljóð og las upp.
Dagskrá Boðnarþings var sem hér segir:
Magnea Ingvarsdóttir:
„Það kann enginn tveimur herrum að þjóna“. Greiningar á ljóðabókum
eftir Helgu Pálsdóttur, Signýju Hjálmarsdóttur og Þóru frá Kirkjubæ.
Kristján Hreinsson ljóðskáld kynnti eigin ljóð og les upp.
Alda Björk Valdimarsdóttir:
„Við gerðum aðeins það sem ljóðlistin sagði okkur að gera“. Um fyrirboða
í Afmælisbréfum Ted Hughes.