Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 4
4
fræði.3 Þrennt er þó ljóst: þau spanna ákaflega vítt svið, leitast við að skilja
vitsmunastarf bæði empirískt og fræðilega, í víðu og þröngu samhengi, og
eru þverfagleg þannig að hugmyndir og aðferðir flæða yfir hefðbundin
mörk fræðigreina og blómlegt samstarf á sér stað með fólki úr ólíkum
greinum.4
Á sjötta áratug síðustu aldar voru taugavísindi og tölvunarfræði í örum
vexti og þá tóku menn í tilraunasálfræði og málvísindum að endurskilgreina
fræðasvið sitt. Atferlisfræði hafði verið ráðandi í sálfræði í Bandaríkjunum
um áratugaskeið – og sjónarhorn hennar einatt verið ærið þröngt – en í
Evrópu hafði hún ekki verið eins fyrirferðarmikil. Fyrri verk stöku atferl-
isfræðinga, eins og Lashleys um greind og heilavirkni, og hugmyndir skyn-
heildasálfræðinga (e. Gestalt psychologists) voru meðal þess sem ýttu undir
að hugræn fræði risu sem fræðasvið.5 En miklu skiptu líka skrif um tölv-
unarfræði, enda knúði heimsstyrjöldin síðari á um að menn leystu í hvelli
ýmis snúin mál er lutu að tölvun (e. computation).6
Stundum hefur verið talað um að á sjötta áratug síðustu aldar hafi
„hugræna byltingin“ (e. the cognitive revolution) orðið.7 Sálfræðingurinn
George A. Miller setur hana niður við upphaf áratugarins og lýsir því
hvernig hann sannfærðist á málþingi haustið 1956 um að tilraunasálfræði,
fræðileg málvísindi og tölvuhermun (e. computer simulation) vitsmunaferla
3 Í „Introduction“, The Cambridge Handbook of Cognitive Science, Cambridge: Cam-
bridge University Press, 2012, bls. 1, setja ritstjórarnir Keith Frankish og William
Ramsey t.d. á oddinn að hugræn fræði snúist um „að skilja eðli hugans“ en í aðeins
eldri yfirlitsgrein eru þau bundin við „vísindarannsóknir á hugum og heilum“, hvort
sem er manna eða dýra, náttúrulegum eða tilbúnum, sjá Lynn Nadel og Massimo
Piattelli-Palmarini, „What is Cognitive Science?“ The Encyclopedia of Cognitive
Science, ritstj. Lynn Nadel, London: Macmillan, 2003, bls. xiii–xli (sjá bls. xiv).
4 Sbr. The Cambridge Handbook of Cognitive Science, bls. 9.
5 Sjá Karl Lashley, Brain Mechanisms and Intelligence: A quantitative study of injuries
to the brain, Chicago: University of Chicago Press, 1929; um skynheildasálfræði,
sjá grein Jörgens Pind í þessu hefti.
6 Um þróunina, sjá t.d. Howard Gardner, A History of the Cognitive Revolution, New
York: Basic Books, 1985, bls. 10–27; George A. Miller, „The cognitive revolution:
A historical perspective“, Trends in Cognitive Sciences 3/2003 [1979], bls. 141–144
og Lynn Nadel og Massimo Piattelli-Palmarini, „What is Cognitive Science?“, bls.
xiv–xx.
7 Sjá t.d. Howard Gardner, The Mind’s New Science, George A. Miller, „The cognitive
revolution: A historical perspective“, bls. 141 og Lynn Nadel og Massimo Piattelli-
Palmarini, „What is Cognitive Science?“, bls. xv–xvii.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR oG ÞóRhalluR EyÞóRSSon