Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 5

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 5
5 „MEð RAUðUM dROPUM“ væri allt hluti af stærri heild sem menn ættu eftir að takast á við.8 Málþingið sem hann nefnir snerist um upplýsingafræði (e. information theory) og var eitt af mörgum þingum og ráðstefnum á fimmta og sjötta áratugnum þar sem mættust menn úr ólíkum greinum komandi hugrænna fræða. Nefna má taugasálfræðing eins og Warren McCulloch, mannfræðinga eins og Gregory Bateson og Margaret Mead, stærðfræðinginn John von Neumann, sál- og tölvunarfræðinginn Allen Newell og félaga hans, sál- og þjóðfélagsfræðinginn Herbert A. Simon, svo ekki sé minnst á gervigreind- arfræðinginn Marvin A. Minsky og sálfræðinga eins og Jerome Bruner.9 Þess var heldur ekki langt að bíða að fyrsta rannsóknasetrið í hugrænum fræðum risi. Árið 1960 komu Miller og Bruner á setri í vitsmunarann- sóknum (e. Center for Cognitive Studies) við Harvard. En á málþinginu haustið 1956 var líka Noam Chomsky, höfundur generatífrar málfræði (e. generative grammar), sem á íslensku er ýmist köll- uð málmyndunarfræði eða málkunnáttufræði.10 Chomsky leggur mikla áherslu að á upplýsingar úr málumhverfinu dugi ekki til að börn nái að tileinka sér það tungumál sem er talað í kringum þau svo skjótt sem raun ber vitni, heldur komi til viðbótarþáttur sem sé óháður ytri aðstæðum. Þessi viðbótarþáttur í tileinkun tungumálsins er það sem Chomsky nefnir algildismálfræði (e. Universal Grammar); hún er meðfæddur eiginleiki sem greinir menn frá öðrum lífverum, þar á meðal nánustu ættingjum sínum í dýraríkinu, t.d. simpönsum. Eitt höfuðeinkenni á mállíkani Chomskys er að setningamyndun er þar miðlæg; hún er tengiliður á milli sundurlausra orða í orðasafni hugans annars vegar og hljóðkerfislegrar túlkunar setn- inga hins vegar. Með hugmyndum sínum hratt Chomsky af stað byltingu í málvísindum sem enn sér ekki fyrir endann á. Ekki ber þó að skilja það svo 8 Sjá George A. Miller, „The cognitive revolution: A historical perspective“, bls. 142–143. 9 Sbr. Lynn Nadel og Massimo Piattelli-Palmarini, „What is Cognitive Science?“, bls. xvii–ixx. 10 Margvíslegar upplýsingar um rit og fyrirlestra Noams Chomsky er að finna á þessari vefsíðu: http://www.chomsky.info. Á íslensku má nefna nýlega þýðingu á grein eftir Noam Chomsky: „Nýjar víddir í tungumálarannsóknum“, Höskuldur Þráinsson skrifaði inngang; Vignir A. Guðmundsson þýddi, Ritið 1/2007, bls. 177–197. Sjá enn fremur Höskuldur Þráinsson, „Um hvað snýst málið? Um mál- fræði Chomskys, málkunnáttu og tilbrigði“, Ritið 3/2008, bls. 9–34, og Þórhallur Eyþórsson, „Málmyndun, málkunnátta og algildismálfræði“, Chomsky: Mál, sál og samfélag, ritstj. Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton, Reykjavík: Há- skólaútgáfan, væntanlegt. Í þeirri bók eru greinar eftir ýmsa höfunda sem kenndu í námskeiði um Chomsky á haustönn 2011, þar á meðal Chomsky sjálfan.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.