Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 7
7
inga í stærri einingar eftir eðli þeirra í samspili mismunandi sviða sem
spanna orðaforða, setningagerð, hljóð og merkingu. Í mynsturmálfræði
ríkir þannig ekki sami strangi aðskilnaður milli undirdeilda málfræðinnar
og í generatífri málfræði, þar sem setningaeiningar eru tengdar saman
með sérsökum reglum án aðkomu merkingar- eða hljóðtúlkunar. Í anda
hugrænna fræða telja fylgismenn mynsturmálfræði að merking og hlutverk
(e. function) séu í órjúfanlegum tengslum við hina formlegu hlið málsins;
raunar má þess geta að ýmsir generatífir málfræðingar eru líka á því að
merkingarfræðin skipti meira máli en meistari þeirra heldur fram.14
Þróunin í hugrænum málvísindum er dæmigerð fyrir þróunina í hug-
rænum fræðum almennt. Á síðustu áratugum 20. aldar kom svokölluð
„önnur kynslóð“ kognitífra fræða til sögunnar. Margir hurfu þá frá fyrri
hugmyndum um að hugurinn fengist einkum við úrvinnslu upplýsinga (e.
information processing) en tóku að sækja til þeirrar sálfræðihefðar sem atferl-
issinnarnir höfðu skyggt á, en var í vissum skilningi þverfagleg, tók mið af
málvísindum, líffræði, heimspeki, mannfræði og félagsfræði. Þýska skyn-
heildasálfræðin, þroskakenningar Jeans Piaget; hugmyndir Levs Vygotsky
og George H. Mead um sampil erfða og félagsumhverfis í þroska máls
og vitsmuna, gengu þá í endurnýjun lífdaga, svo að ekki sé talað um skrif
ýmissa málvísindamanna sem hneigðust til félagssálfræði (t.d. Volosinovs,
Sapirs og Whorfs) og virknihyggju (e. functionalism) Pragarskólans.15
Fræðasvið eða -þættir hugrænna fræða hafa stundum verið talin/taldir
sex: heimspeki; sálfræði; taugavísindi; gervigreindarfræði (e. computational
intelligence); málvísindi og mál; menning, vitsmunastarf (e. cognition) og
þróun (e. evolution).16 Slík skipting segir þó fátt. Málið snýst um mann-
eða lífsskilning sem markar rannsóknir í fjölmörgum greinum og verður
æ útbreiddari jafnframt því sem viðfangsefnin ná til nýrra sviða. Í upp-
hafi fengust hugræn fræði t.d. einkum við það sem menn voru vitandi um
14 Sjá t.d. Ray Jackendoff, Semantic Structures, Cambridge, MA: MIT Press, 1990,
og Steven Pinker, Learnability and Cognition: The Acquisition of Argument Structure,
Cambridge, MA: MIT Press, 1989.
15 Sbr. Chris Sinha, „Cognitive Linguistics, Psychology and Cognitive Science“,
The Oxford Handbook of Cognitive Linguistics, ritstj. dirk Geeraerts og Herbert
Cuyckens, New York: Oxford University Press, 2010, bls. 1266–1294 (sjá bls.
1267).
16 Sjá The MIT Encyclopedia of Cognitive Science, ritstj. Robert A. Wilson og Frank C.
Keil, Cambridge MA: MIT-Press, 1999, bls. xiii. Áþekka skiptingu má t.d. finna hjá
Paul Thagard, „Preface“, Mind: Introduction to Cognitive Science, 2.útg., Cambridge
MA: MIT-Press, 2005, bls.ix.
„MEð RAUðUM dROPUM“