Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 14
14
Með merkilegum framförum í taugavísindum á allra síðustu áratugum,
virðist nýr mannskilningur vera að rísa. Enn vita menn þó aðeins „agnar-
ögn“4 um heila- og hugarstarf mannsins og fleira en „hörð“ raunvísindi
þarf til, vilji menn glöggva sig á því. „Við erum ekki kýr á beit í haga skiln-
ings og þekkingar“5, sagði þekktur taugalæknir fyrir nokkrum árum. Bæta
má við að nokkru varðar að hugvísindamenn leggi sitt til hins nýja mann-
skilnings og þar getur bókmenntafræði meðal annars komið við sögu.
Hér er ætlunin að kynna lítillega hugræna bókmenntafræði og ýmsar
hugmyndir sem hún byggir á. Greininni skipti ég í tvo hluta. Í þeim fyrri
vík ég að líkamsmótuðum vitsmunum (e. embodied cognition) og ýmsum
kenningum sem sett hafa svip sinn á hugræna bókmenntafræði, en í þeim
síðari fjalla ég nánar um hana og skipti efninu þá í smærri kafla til hægð-
arauka.
II Líkamsmótun vitsmunanna og hugræn bókmenntafræði
Þeir sem fást við hugræn fræði (e. cognitive scientists) eru flestir sammála
um að tómt mál sé að tala um hugarstarfsemi án þess að ræða tengsl henn-
ar við líkamann – eða „No body, never mind“6 eins og taugalæknirinn
Antonio R. damasio segir galgopalega á enskri tungu. Samt hafa þeir inn-
byrðis oft ólíka afstöðu til ýmissa atriða og eiga jafnvel ekki allir við það
sama þegar þeir tala um líkama – er það lifandi efni, ferli eða ástand eða
geta manngerðir hlutir, eins og vélmenni, haft líkama?7
Sálfræðingurinn Margaret Wilson hefur greint á milli sex sjónarmiða
um líkamsmótað vitsmunastarf. Sjálf telur hún að því hafi verið gerð best
skil þar sem gert er að lykilatriði að „frátengt vitsmunastarf“ (e. off-line
4 V.S. Ramachandran, „Preface“,The Tell-Tale Brain: A Neuroscientist’s Quest for What
Makes Us Human, New York: W. W. Norton & Company, 2011, bls. 13.
5 V.S. Ramachandran [í viðtali við Sashi Kumar] „In the mind of the brain“, Front -
line 6/2006. http://www.flonnet.com/fl2306/stories/20060407005400400.htm (sótt
15. ágúst 2011). – Geta má þess að Ramachandran hefur með félaga sínum sett fram
tilgátu um hvernig mannsheilinn markar viðtökur listaverka, sjá V.S. Ramachand-
ran og William Hirstein, „The Science of Art: A Neurological Theory of Aesthetic
Experience“, Journal of Consciousness Studies 6–7/1999, bls. 15–51.
6 Antonio damasio, Looking for Spinoza: Joy, Sorrow, and the Feeling Brain, New York:
Marina Books, 2003, bls. 213.
7 Um mismunandi skilning á „body“ eða líkama hefur Tom Ziemke fjallað, t.d. í
greininni „What‘s the Thing Called Embodiment?“, Proceedings of the Twenty-Fifth
Annual Conference of the Cognitive Science Society, 2. hluti, London: Psychology Press,
2004, bls. 1305–10.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR