Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 15
15
cognition) grundvallist á líkamanum; að jafnvel þegar hugurinn kúpli sig
frá umhverfinu, byggist starf hans á búnaði sem er þróaður fyrir skipti við
það, þ.e. á skynjunarferlum og hreyfistýringu.8 Undir þann flokk fellur
einmitt kenning sem sett hefur svip á hugræna bókmenntafræði, kenning
George Lakoffs og ýmissa félaga hans, ekki síst heimspekingsins Marks
Johnson, um reynsluraunsæi (e. experiential realism).9
Í bók sinni, Metaphors We Live By (1980), beina Lakoff og Johnson
einkum sjónum að merkingu10 og taka þann þráð upp frá þekktum heim-
spekingum og bókmenntafræðingum að telja líkingar einkenni á hugs-
unum manna.11 Þar með snúast þeir gegn þeirri afstöðu generatífrar mál-
fræði að metafórur séu frávik í máli, og hugmyndum um að þær einkenni
einkum nýsköpun í skáldskap en ekki hversdagsmál. Um leið andæfa þeir
hluthyggju (e. objectivism) í heimspeki og telja fremur að líkindi byggist á
reynslu en að þau séu hlutbundin eða „fólgin í einingunum [e. entities] sjálf-
um“.12 Raunsæi Lakoffs og Johnsons á þannig sitthvað sameiginlegt með
8 Margaret Wilson, „Six views of embodied cognition“, Psychonomic Bulletin &
Review, 4/2002, bls. 626. Aðrir flokkar sem Wilson nefnir eru 1) vitsmunastarf er
bundið tilteknum líkama og aðstæðum (e. situated); 2) það er undir tímaálagi ; 3)
menn létta á vitsmunastarfi sínu yfir á umhverfið; 4) umhverfið er hluti vitsmuna-
starfs.
9 Enda þótt venja sé í heimspeki að þýða realism sem ,hluthyggju‘ verður það orð
sparað hér fyrir objectivism.
10 George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, Chicago og London:
Chicago University Press, 1980. – Hér skal nefnt að generatífistarnir og þeir sem
sem gerðu uppreisn gegn þeim á 8. áratug 20. aldar, fást allir strangt tiltekið við
hugræn málvísindi. Uppreisnarseggirnir greina sig hins vegar frá málkunnáttufræð-
ingum með því að kenna sig við hugræn málvísindi (e. Cognitive Linguistics). Þetta
getur valdið nokkrum ruglingi í umræðu um fræðasviðið, ekki síst þegar menn nota
orðið vitsmunahyggja (e. cognitivism) um hvorttveggja og gera ekki greinarmun á
gagnólíkum hugmyndum, sjá t.d Slavoj Žižek, „Lacan Between Cultural Studies
and Cognitivism“, Lacan & Science, ritstj. Jason Lynos og Yannis Stavrakakis,
London: H. Karnac, 2002, bls. 291–320.
11 Sjá Giambattista Vico, New Science: Principles of the New Science Concerning the Com-
mon Nature of Nations, þýð. david Marsh, London og New York: Penguin Books,
2001 [1999]; Gertrude Buck, The Metaphor: A Study in the Psychology of Rhetoric,
Folcroft PA: Folcroft Library Editions, 1971 [1898]; I.A. Richards, The Philosophy
of Rhetoric, London, Oxford og New York: Oxford University Press 1971 [1936].
Sbr. einnig Brigitte Nerlich og david d. Clarke, „Mind, meaning and metaphor:
the philosophy and psychology of metaphor in 19th-century Germany“, History
of the Human Sciences 2/2001, bls. 39–61.
12 George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By, bls. 154.
„HOLdIð HEFUR VIT“